© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2011 | 18:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Jakob Örn #6
Jakob Örn Sigurðarson leikur í treyju nr. 6 í landsliðinu og nr. 10 hjá Sundsvall Dragons. Kobbi ætti að þekkja körfunar vel í Sundsvall þar sem NM 2011 fer fram en hann mun hefja sitt þriðja ár hjá Sundsvall í haust.

Fullt nafn: Jakob Örn Sigurðarson
Hæð:192
Aldur: 29
Gælunafn: Kobbi, Kobbs, Stóri J, Jak-Attack, Bronz

Giftur / sambúð? Bý með Edith G Hansen
Börn: Óliver Ari, 3 mánaða

Hvað eldaðir þú síðast? Gerði Sushi í fyrsta skipti.

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Frúin hefur lagað mig mikið í þessu en borða samt ekki hráan lauk og grænar baunir.

Hvað seturðu á pizzuna þína? Pepperóní, sveppi, papriku, ananas, kjúkling og rjómaost.

Uppáhalds vefsíða? Ætli ég fari ekki oftast inná mbl, vísi og facebook.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Michael Kingma. Þið sem ekki vitið hver það er kynnið ykkur málið!

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Byrjaði í fyrra að borða appelsínu fyrir leiki og það gekk vel hjá okkur þannig ætli ég haldi því ekki áfram.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Í körfunni leit ég upp til Palla Kolbeins.

Erfiðasti andstæðingur? Hausinn á mér.

Sætasti sigurinn? Oddaleikurinn á móti Grindavík 2009

Mestu vonbrigði? Bikarúrslitaleikurinn á móti Stjörnunni 2009

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Dirk Nowitzki

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hafði gaman af því að í fyrsta heimaleiknum okkar í Ungverjalandi hentu stuðningsmennirnir okkar klósettrúllum inná völlinn þegar við vorum kynntir og seinkuðu leiknum talsvert.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 17 ára

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Mér er byrjað að líka mjög vel við Vestfirðina á sumrin! Annars líður mér alltaf best þar sem er sól og gott veður.

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég var yngri böstaði Hrafn Gunnlaugsson mig og tvo vini mína við að rífa upp kartöflugarðinn hans. Hann tók okkur inn til sín og lét okkur hringja í foreldra okkar og biðja þau um að koma og sækja okkur. Það var frekar vandræðalegt.

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Allir eru á ágætisbílum og engin á ljótum bíl.

Hver er fyndnastur í liðinu? Siggi Þorsteins og Logi Gunn eru fyndið kombó!

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Afi minn er bandarískur og er ég því með tvöfalt ríkisfang.

Uppáhalds:
Lið í NBA: Phoenix Suns
Lið í Evrópska körfuboltanum: Barcelona
Leikmaður í körfu: Steve Nash
Erlenda hljómsveit: Er mjög breytilegt. Mumford and Sons og Kanye West eins og er.
Innlenda hljómsveit: Hjálmar og er að detta í Gus Gus fíling.
Bíómynd: Godfather myndirnar
Sjónvarpssería: Entourage
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Nemanja Sovic, Fjölni, reynir að fara framhjá Svavari Páli Pálssyni leikmanni Hamars/Selfoss í leik liðanna þann 29. janúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið