© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2011 | 21:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Finnur Atli #7
Í liðinu að þessu sinni eru tveir bræður og hér kynnum við þann yngri en þó þann stærri til leiks en það er miðherjinn úr KR, Finnur Atli Magnússon.

Fullt nafn: Finnur Atli Magnússon
Hæð: 206cm
Aldur: 25
Gælunafn: Finnslan, Big Fin

Giftur / sambúð? í sambúð
Börn: Engin

Hvað eldaðir þú síðast? Geggjaða grillaða kjúklingabringu fyllta með
mexikó osti sem góðvinur minn hann Elli kenndi mér

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Lauk, fæ hroll bara
við það að bíta í lauk

Hvað seturðu á pizzuna þína? Kjúkling, gular baunir, auka ost og svartan
pipar

Uppáhalds vefsíða? mbl.is eða vísir.is

Frægasti vinur þinn á Facebook? Það er nú ekki margir vinir mínir frægir
en það er Andri Vilbergsson maðurinn sem bjargaði lífi manns í vetur
þegar hann féll ofaní tjörnina!

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá?) Veit ekki með að
vera hjátrúafullur en ég fer alltaf í sturtu fyrir leiki, þ.e. síðasta
sem ég geri áður en ég mæti á leiki

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Hakeem Olajuwon

Erfiðasti andstæðingur? Hlynur Bæringsson er alla veganna leiðinlegasti
andstæðingurinn

Sætasti sigurinn? Sigurinn gegn Stjörnunni í leik 4 sem tryggði okkur
íslandsmeistaratitilinn í vetur.

Mestu vonbrigði? Að tapa þrisvar heima gegn Snæfell í undanúrslitum í fyrra

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði
það? Dirk Nowitzki

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik:
Þegar Thomas Sanders henti Brynjari upp í stúku í undanúrslitunum í vetur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Veturinn 2009

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Mér fannst Arras í
Frakklandi alveg yndislegur staður

Vandræðalegasta augnablik? Blessaða rookie-hlaupið í Litháen

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Slavinn okkar hann Pavel á bílnum sem
KR reddaði honum

Hver er fyndnastur í liðinu? Brynjar Þór Björnsson án þess að fatta það
sjálfur

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Að við
magnússon bræðurnir erum í raun og vera 4 en ekki 3 eins og flestir
halda, Guðmundur Þór, Helgi Már, Finnur Atli og Hreggviður Steinar :)

Uppáhalds:
Lið í NBA: Dallas Mavericks
Lið í Evrópska körfuboltanum:
Leikmaður í körfu: Dirk Nowitzki
Erlenda hljómsveit: Margar t.d the Killers, Arcade Fire..
Innlenda hjlómsveit: Hjálmar og Agent Fresco
Bíómynd: Shawshank Redemption,Goodfellas og Die Hard klikkar seint nema
síðasta myndin sem var ekki alveg nógu spes.
Sjónvarpssería: SEINFELD
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Flosi Sigurðsson barnungur með körfubolta. Hann er sonur Sigurður „stóra
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið