© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.7.2011 | 14:00 | FÍR
U20 leikmannakynning: #14
Arnþór í leik gegn Dönum á NM
Næstur í röðinni er Arnþór Freyr Guðmundsson leikmaður Fjölnir en hann verður í treyju númer 14 í Bosníu.

Nafn: Arnþór Freyr Guðmundsson
Hæð: 187
Fæðingarár: 1991
Gælunafn: Addú

Skemmtilegasti leikur sem þú hefur tekið þátt í: Þeir hafa verið margir skemmtilegir en úrslitaleikurinn með U16 landsliðinu árið 2007 stendur mest upp úr þegar við urðum fyrst norðurlandameistarar

Eftirminnilegasta frammistaðan þín: Þegar við vorum að spila í 1. deildinni fyrir tveimur árum með Fjölni á mótí Val á útvelli og unnum upp 23 stiga forskot á síðustu 5 mínútunum og unnum svo leikinn með 1 stigi

Hvað borðar þú (oftast) fyrir leik: Mjög misjafnt, oftast förum við nokkrir liðsfélagar eitthvað saman að borða í hádeginu á leikdegi

Hvaða lag “tjúnar” þig upp fyrir leiki: Amazing með Kanye West

Hvernig slakar þú best á: Með góða tónlist uppi í rúmi

Besti íslenski leikmaðurinn í dag: Jón Arnór Stefánsson

Efnilegasti íslenski leikmaðurinn í dag: Mattarnir úr KR eru mjög efnilegir

Besti kaninn sem spilað hefur á Íslandi: Ég held að Marcus Walker sé mjög líklega einn af þeim betri könum sem hafa spilað á Íslandi .

Erfiðasti andstæðingurinn: Ég sjálfur

Auðveldasti andstæðingurinn: Enginn sérstakur

Léttasti mótherji á æfingum: Það er enginn auðveldur í okkar liði

Hver er trúðurinn í hópnum: Ægir Þór Steinarsson fær þennan titil.

Hver er lengst fyrir framan spegilinn eftir æfingar í hópnum: Daði og Martin eru duglegir í því

Hver er kvennabósinn í hópnum: Haukur Pálsson

Í hvaða íþróttahúsi finnur þú þig best: Dalhúsum

Hver er líklegastur til að fá tæknvillu í liðinu: Daði Berg

Hvenær fórstu síðast í strætó: Einhvern tímann Apríl, hrikalega leiðinlegt að ferðast í strætó

Vaskar þú upp heima hjá þér: Það er allavega orðið það langt síðan að ég man ekki hvenær það var síðast

Ef þú værir strand á eyðieyju, hvað yrðir þú að hafa hjá þér: Síma, tölvu mat og svo væri ekkert verra að vera með einhvern klárann félaga

Frasi/setning eða fleyg orð (sem þú notar): de er so godt

Uppáhalds:
Lið í NBA: Orlando Magic
Lið í Evrópska körfuboltanum: Ekkert sérstakt
Leikmaður í körfu: Lebron James
Erlenda hljómsveit: Atmosphere
Innlenda hjlómsveit: Dikta
Bíómynd: American History X



Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Ferðamátinn var stundum frumstæður; Olga Færseth, Svanhildur Káradóttir, Guðbjörg Norðfjörð, Hanna Kjartansdóttir, Björg Hafsteinsdóttir og Hildigunnur Hilmarsdóttir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið