© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.7.2011 | 22:26 | Kristinn | Landslið
U20 leikmannakynning: #4
Í dag eru 10 dagar þar til að U20 ára liðið heldur til Bosníu í Evrópukeppni U20. Þar leikur Ísland í B-deild og einum af fjórum riðlum keppninnar í D-riðli. Mótherjar Íslands verða Belgía, heimamenn í Bosníu, Ísrael og Hvít-Rússar, allt hörku þjóðir og verðugir andstæðingar.

Fram að brottför verða leikmenn liðsins kynntir en þeir voru fengnir til að svara nokkrum spurningum.

Fyrstur í röðinni er leikmaður númer 4, Tómas Tómasson:

Nafn: Tómas Heiðar Tómasson
Hæð: 187 cm
Fæðingarár: 1991
Gælunafn: Tommi Svali

Skemmtilegasti leikur sem þú hefur tekið þátt í: Úrslitaleikurinn á NM 2009

Eftirminnilegasta frammistaðan þín: Þegar ég varð íslandsmeistari með Fjölni í drengjaflokki í fyrra

Hvað borðar þú (oftast) fyrir leik: kjúkling og pasta

Hvaða lag “tjúnar” þig upp fyrir leiki: Flugufrelsarinn með Sigur Rós

Hvernig slakar þú best á: í heitapottinum

Besti íslenski leikmaðurinn í dag: Jón Arnór Stefánsson

Efnilegasti íslenski leikmaðurinn í dag: Raggi Nat

Besti kaninn sem spilað hefur á Íslandi: Brenton Birmingham

Erfiðasti andstæðingurinn: Craig Schoen

Auðveldasti andstæðingurinn: Bergþóra Holton Tómasdóttir

Léttasti mótherji á æfingum: Ægir Þór Steinarsson spilar alltaf á hálfum hraða

Hver er trúðurinn í hópnum: Raggi Nat

Hver er lengst fyrir framan spegilinn eftir æfingar í hópnum: Daði Berg Grétarsson

Í hvaða íþróttahúsi finnur þú þig best: Borgarnesi

Hver er líklegastur til að fá tæknvillu í liðinu: Daði Berg hefur fengið nokkrar í gegnum tíðina

Vaskar þú upp heima hjá þér: Jájá, einu sinni, tvisvar í viku

Ef þú værir strand á eyðieyju, hvað yrðir þú að hafa hjá þér: Sólbekk og kodda fyrir hausinn.. kannski blað til að lesa

Ef þú myndir fá þér tattoo, hvernig væri það: myndi örugglega fá mér kross á öxlina og láta svona borða ganga yfir krossinn. Á borðanum myndi svo standa “Blood Comes First”, af því að ég elska blóð.

Hvenær fórstu síðast í strætó: Seinasta Norðurlandamóti örugglega

Uppáhalds:
- Lið í NBA: New York Knicks
- Lið í Evrópska körfuboltanum: CB Granada
- Leikmaður í körfu: Allan Houston
- Erlenda hljómsveit: Veit ekki, hlusta á svo mikið
- Innlenda hjlómsveit: Sigur Rós
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Friðrik Stefánsson í sjónvarpsviðtali eftir leik.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið