S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
27.6.2011 | 10:45 | Kristinn | FIBA
EM kvenna: Spánn úr leik
Spænska liðið, sem var fyrirfram talið líklegt til að keppa um verðlaun á mótinu, er fallið úr leik og kemst ekki í undanúrslit sem hefur að auki þau áhrif að það mun missa af möguleikanum að komast á Ólympíuleikana í London. Þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði í gær gegn Króatíu. Lið Spánar hefur unnið til verðlauna á EM samfleytt síðan 2001 og hlaut brons á HM síðast. Á sama tíma er lið Svartfjallalands, sem er að taka þátt í keppninni í fyrsta, sinn búið að vinna alla sex leiki sína og eru á hörku siglingu í átt að úrslitunum. Lið þeirra vann sterkt lið Letta í gær með fjórum stigum og þær eru nú á toppnum í öðrum af tveim milliriðlum á undan Lettlandi, Frakklandi og Króatíu. Í hinum riðlinum eru það Litháen sem eru efstar og hafa unnið alla sína leiki einnig itl þessa en svo koma Tékkar, Rússar og Hvít-Rússar. Hægt er að sjá svipmyndir úr leikjunum á FIBATV.com. |