© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.6.2011 | 15:35 | fararstjóri
U15kv: Ísland - Danmörk 61-47
Í síðasta leik mótsins sem spilaður var sunnudagsmorguninn var spilað gegn Dönum, sem höfðu spilað fjóra jafna leiki og unnið tvo þeirra.

Íslenska liðið spilaði maður á mann vörn og lagði sérstaka áherslu á að pressa stíft eftir skoraða körfu. Þetta gekk vel tókum við fljótlega frumkvæðið í leiknum. Danir komust reyndar 2-6 yfir, en segja má að við höfum átt restina af leikhlutanum, sem endaði 9-21.

Í öðrum leikhluta kom kafli þar sem íslenska liðið flýtti sér of mikið í sókn og gaf Dönum tækifæri að komast betur inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 28-23.

Þriðji leikhluti var mjög jafn og að honum loknum var staðan 40-34.

Í fjórða leikhluta sýndi íslenska liðið mikinn styrk, reynslunni ríkari eftir að hafa misst niður forystu í 2 leikjum. Góð maður á mann vörn hleypti Dönum ekki nálægt körfunni og stelpurnar voru líka duglegar að vinna frákastbaráttuna undir eigin körfu. Í sókn náðum við í fyrsta skipti í mótinu að spila stóru mennina fría og skoruðum þannig góðar körfur inni í teig, auk þess að ná sóknarfráköstum. Danir náðu aldrei að ógna okkur í lokin og unnum við því frábæran sigur 61-47.

Þess má geta að talsverð spenna var í lok leiksins þar sem að með 15 stiga sigri gætum við hugsanlega náð 3.sæti í mótinu. Úrslit í öðrum leik voru okkur þó óhagstæð og því reyndist stigamunurinn ekki skipta máli.

Það er óhætt að segja þessi leikur hafi ásamt Hollandsleiknum verið það besta sem við sýndum í mótinu. Allir leikmenn hópsins spiluðu mikilvægar mínútur og tóku þátt í að skapa þennan góða sigur.

Stigin voru svona: Sara 24, Elsa 8, Guðlaug 7, Sandra 6, Bríet 4, Margrét 2, Nína 2, Helena 2, Ingibjörg 2 og Andrea 2. Eva og Júlía skoruðu ekki.

Mótið var mjög jafnt og unnust fáir stórir sigrar. Til marks um jafnræði liðanna má geta þess að Englendingar unnu sinn fyrsta leik í dag eftir frábæran lokakafla gegn toppliði Hollands.

Lokastaðan var svona: (sigrar og töp í sviga)

1 Holland (4-1)
2 Berlín (3-2)
3 Hjemly (3-2)
4 Ísland (2-3)
5 Danmörk (2-3)
6 England (1-4)

Í lok mótsins voru Sandra Lind Þrastardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir valdar í 5 mann úrvalslið mótsins. Til hamingju stelpur !
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Unglingalandslið Íslands sem tók þátt í Evrópukeppninni í Antalya í Tyrklandi árið 1976. Frá vinstri: Steinn Sveinsson, fararstjóri, Örn Þórisson, Fram, Birgir Thorlacius, Fram, Þorsteinn Bjarnason, Keflavík, Ómar Þráinsson, Fram, Þórir Einarsson, Fram, Pétur Guðmundsson, Val, Þorvaldur Geirsson, Fram, Óskar Baldursson, Breiðabliki, Erlendur Markússon, ÍR, Ríkharður Hrafnkelsson, Val, Sigurjón Ingvarsson, Fram og Gunnar Gunnarsson, þjálfari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið