© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.6.2011 | 20:34 | fararstjóri | Yngri landslið
U15 stelpna: Þrjú naum töp
Eftir góðan sigur í fyrsta leik hafa U15 stelpurnar mátt þola þrjú naum töp gegn Hjemly, Berlínarúrvalin og sterku liði Hollands.

Ísland - Hjemly 52-58

Annar leikur stelpnanna í mótinu var gegn Danmerkurmeisturum í 16 ára flokki, Hjemly. Eins og í fyrsta leiknum gegn Englandi byrjuðum við vel og náðum að þvinga Dani í mistök með maður á mann pressu. Hjemly kom okkur reyndar á óvart með því að byrja leikinn á 2-3 svæði. Þær skiptu þó yfir í maður á mann þegar líða tók á hálfleikinn. Við komumst í 18-8 og eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-18. Annar leikhluti byrjaði mjög illa og skoruðu Danir fyrstu 11 stig hálfleiksins.Segja má að eftir það höfum við alltaf verið að elta. Staðan í hálfleik var 27-32 og eftir þriðja leikhluta var staðan 44-49. Þegar staðan var 50-53 og nokkrar mínútur eftir hættum við nánast að skora. Aðeins ein karfa á síðustu fjórum mínútunum og á sama tíma brenndum við af öllum fjórum vítaskotum okkar. Lokatölur urðu 52-58. Danska liðið spilaði langar sóknir og tók talsvert af sóknarfráköstum. Það reyndist ansi dýrt. Í síðsta leikhluta skiptum við um tíma í svæðisvörn og hafði það góð áhrif, en þá vantaði að fylgja því eftir í sókninni. Stelpurnar voru mjög vonskiknar eftir leikinn. Danska liðið var reyndar gott og fór langt á sterkri liðheild, en eftir góða byrjun fundu stelpurnar að þetta var lið sem þær hefðu getað ráðið við. Helstu erfiðleikar okkar í leiknum voru að stíf pressa Hjemly á leikstjórnanda og kantmenn sem olli því að margar sóknir köfnuðu í fæðingu.

Ekki er tekin tölfræði í leikjum mótsins, en stigin skiptust svona: Sara 21, Ingibjörg 14, Guðlaug 7, Elsa 4, Sandra 2, Andrea 2 og Margrét 2. Nína, Eva, Helena, Júlía og Bríet skoruðu ekki.


Ísland - Berlín 46-56

Í fyrsta leiknum á laugardag,gegn úrvalsliði frá þýsku höfuðborginni, gekk illa að komast í gang. Þegar 5 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var staðan 12-21. Til þess að breyta ástandinu skiptum við um varnaraðferð, spiluðum maður á mann pressu eftir skoraða körfu og 2-3 svæði ef við skoruðum ekki. Auk þess pressuðum við 2-2-1 eftir vítaskot. Þetta hafði góð áhrif og söxuðum við smám saman á forskot Þjóðverjanna. Í hálfleik var staðan 21-23. Við komumst svo yfir fljótlega í þriðja leikhluta. Þegar 3 mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta skoruðum við sjöunda stigið okkar í röð og komumst í 42-36. Þá fór hreinlega allt í baklás. Mörg góð færi fóru forgörðum og þýska vörnin náði líka að þjarma vel að bakvörðum okkar, líkt og Danirnir höfðu gert í leiknum daginn áður. Því urðu margar sóknir ansi ómarkvissar. Á sama tíma skoruðu Berlínarbúar úr öllum mögulegum færum. Lokakafli leiksins endaði 4-20 og Þjóðverjarnir fögnuðu góðum sigri. Eftir erfiða byrjun stefndi í góðan vinnusigur þar til skipbrotið mikla kom. Annað svekkjandi tap var staðreynd.

Stigin skiptust svona: Sara 18, Guðlaug 12, Sandra 5, Ingibjörg 5, Andrea 3, Bríet 2 og Elsa 1. Nína, Helena, Margrét, Júlía og Eva skoruð ekki.


Ísland - Holland 58-61

Seinni leikurinn á laugardeginum var gegn ósigruðu liði Hollands. Hollendingar byrjuðu leikinn með pressuvörn en fengu það rækilega í andlitið. Stelpurnar brutust í gegn og skoruðu margar auðveldar körfur. Holland leiddi þó eftir fyrsta leikhluta 20-23. Íslenska liðið spilaði sams konar vörn og gefist hafði vel í leiknum gegn Berlín. Það hafði líka góð áhrif í þessum leik og vorum við aldrei langt á eftir þeim hollensku. Í hálfleik var staðan 35-40. Um miðjan þriðja leikhluta, þegar staðan var 38-48, náðum við rosalegum kafla og skoruðum 10 stig í röð þrátt fyrir að brenna af fjórum vítaskotum. Staðan því jöfn, 48-48 og ein mínúta eftir af þriðja leikhluta. Eftir það var leikurinn í járnum fram á síðustu mínútu. Hollendingar voru þó alltaf 2-4 stigum yfir. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náðu stelpurnar ekki að landa sigri. Óhætt er að segja að þetta hafi verið besti leikur liðsins í mótinu, enda er hollenska liðið hávaxið og sterkt. Einnig er sérstaklega ánægjulegt að allir leikmenn komu við sögu og áttu þátt í að vel tókst til. Þrátt fyrir að þetta hafi verið þriðja tap okkar í röð fóru stelpurnar með góða tilfinningu af velli, vitandi það að þær hefðu staðið sig mjög vel. Mikilvægt er að bæta sig á milli leikja og þær gerðu það svo sannarlega. Sóknarleikurinn gekk í þetta skiptið vel allan tímann, þó svo að hollenska vörnin hafi verið sterk.

Stigin skiptust svona: Sara 16, Guðlaug 11, Andrea 8, Sandra 6, Bríet 5, Ingibjörg 4, Elsa 3, Júlía 2 og Eva 2. Helena, Nína og Margrét skoruðu ekki.

Eins og áður sagði er ekki tekin tölfræði í mótinu. Því er leitt að geta ekki komið með aðrar upplýsingar en stigaskor leikmanna. Illa hefur gengið að koma boltanum nálægt körfunni í sókn og því hafa stóru leikmenn okkar ekki fengið mörg góð færi. Sandra og Elsa hafa hins vegar staðið sig vel í frákastbaráttunni og Nína stimplaði sig inn í Hollandsleiknum í dag. Að sama skapi hefur samvinna í vörn skapað marga tapaða bolta hjá andstæðingunum þó svo að aðeins einn leikmaður hafi séð um að klára hraðaupphlaupið sem við fengum í kjölfarið. Körfubolti er náttúrulega fyrst og fremst liðsíþrótt.

Síðasti leikur stelpnanna í mótinu er gegn Danmörku á sunnudagsmorgun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Úr viðureign Skallagríms og Breiðabliks í 2. deild kvenna tímabilið 2007-08. Rósa Indriðadóttir, leikmaður Skallagríms, keyrir upp völlinn á meðan Ragnhildur Theodórsdóttir, leikmaður Breiðabliks eltir hana uppi.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið