© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.6.2011 | 16:36 | fararstjori | Yngri landslið
U15kv: góður sigur í fyrsta leik
U 15 lið stelpna vann góðan sigur í fyrsta leik á Copenhagen Invitational. Sigur vannst á liði Englands, 61-45.

Stelpurnar byrjuðu mjög, spiluðu stífa maður á mann vörn sem virtist koma Englendingum á óvart. 2-2-1 pressa eftir vítaskot skilaði líka nokkrum stigum. Eftir 6 mínútur var staðan orðin 17-2. Þá fóru þær ensku að ná áttum. Þær náðu betur og betur að stilla upp sínum sóknum og fóru að fiska villur á varnarmenn okkar, auk þess sem þær náðu þó nokkrum sóknarfráköstum. Íslensku stelpurnar náðu þó reglulega að trufla þær ensku í mistök, þannig að í hálfleik vorum við með örugga forystu, 37-17.

Í þriðja leikhluta leit út fyrir að við ætluðum endanlega að stinga þær þegar við komumst í 47-18 þegar 5 mínútur voru búnar. Þá settu Englendingar snöggt lið inná. Nokkrar stelpur sem voru vel á sig komnar byrjuðu að spila mjög fast á okkar leikmenn. Stelpurnar réðu oft illa við slíka pressu og misstu boltann nokkrum sinnum frá sér. Þegar 6 minútur voru liðnar af fjórða leikhluta var staðan orðin 53-43 og stemmingin öll Englands megin. Íslenska liðið skipti þá í svæðisvörn, sem hægði aðeins á sóknarleik Englendinga. Á sama tíma fóru stelpurnar að taka betur á móti hörku andstæðinganna. Dómararnir virtust kunna við það og dæmdu eftir það frekar villur á þær ensku. Sigurinn var því aldrei hættu og lokatölur urðu 61-45.

Til gamans má geta að eftir leikinn sögðu stelpurnar að þær hefðu verið dálítið stressaðar vegna þess að helmingur leikmanna í liði England var dökkur að lit. Þær hafa þó greinileg náð að yfirvinna það, miðað við góða byrjun í leiknum.

Allir 12 leikmenn liðsins komu við sögu. Stigin skiptust svona; Sara 22 , Elsa 9, Guðlaug 9, Sandra 6, Eva 4, Ingibjörg 3, Andrea 3, Júlía 2, Margrét 2 og Bríet 1. Helena og Nína skoruðu ekki.

Næsti leikur spilast síðar í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, fær hér silfurverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 2009. Ísland vann alla leiki sína nema viðureignina gegn Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið