© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.6.2011 | 1:05 | Stefán
Samantekt: Dagur 2
Ína María Einarsdóttir í dag
Sex leikir voru á dagskrá í dag og því mikið fjör í Solna. Sextán ára liðin hófu leik og léku þau bæði tvo leiki.

U16 Karla Ísland-Noregur 113-64
Strákarnir í 16 ára liðinu unnu stóran sigur á Norðmönnum í fyrsta leik sem var spennandi í fyrsta leikhluta en síðan skildi með liðunum. Gæðamunurinn alltof mikill. Íslendingarnir voru í vandræðum í fráköstunum og þau héldu lífi í því norska. En þegar pressan fór í gang þá skipti stærðin engu máli og liðið fór að uppskera auðveldar körfur.

Erlendur Stefánsson var eins og margir í liðinu frábær. Hann stóð sig vel á báðum endum vallarins og reif sóknarfráköst af mönnum sem voru höfðinu hærri.

Tölfræðin sýnir að íslenska liðið passaði boltann vel. Þeir töpuðu aðeins tveimur boltun en þeir norsku stálu aðeins tveimur.

Lykillinn: Pressuvörnin var grimm.

U16 Kvenna Ísland-Noregur 80-86 eftir framlengingu
Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti frá upphafi og ætluðu ekki að falla í þá gryfju að missa leikinn frá sér í upphafi. Þessi mikli kraftur var að skila þeim mörgum auðveldum körfum en ákafinn gerði það einnig að verkum að þær hrönnuðu á sig villur og í leikslok voru fimm leikmenn komnir útaf með fimm villur. Leikurinn fór í framlengingu og þar féll liðið fyrir þeim norsku og tapaðist leikurinn.

Elsa Karlsdóttir átti ágæta innkomu af bekknum en hún leysti af undir körfunni þegar stóru leikmenn Íslands byrjuðu að komast í villuvandræði.

Tölfræðin sýnir að norska liðið fékk 63 vítaskot. Íslenska liðið þarf að passa sig betur og ekki leyfa andstæðingunum að komast of snemma í bónus.

Lykillinn: Undirbúningur liðsins virkaði greinilega því að þær voru tilbúnar að spila leikinn frá fyrstu sekúndu.

U18 Kvenna Ísland-Svíþjóð 41-114
Stelpurnar mættu tveimur sterkustu liðum mótsins í sínum fyrstu tveimur leikjum. Finnlandi í gær og Svíþjóð í dag. Þessi lið eru mörgum klössum ofar en hin liðin í keppninni. Á morgun kemur í ljós hvort þær geti komið sér í tækifæri að spila um bronsið en þær mæta bæði Dönum og Norðmönnum á morgun.

Dagbjört Samúelsdóttir áttu góða rispu í fjórða leikhluta en stelpurnar léku þá sinn besta leikhluta á mótinu.

Tölfræðin sýnir að liðið sækir ekki nógu mikið að körfunni. En þær fengu aðeins 12 vítaskot í leiknum.

Lykillinn: Að passa boltann betur. Að láta fleiri sóknir enda á skoti.

U16 Karla Ísland-Finnland 99-85
Eftir góðan sigur fyrr um daginn var íslenska liðið komið af krafti í baráttuna um sæti í úrslitaleiknum. Liðið lék ekki af sama ákafa og fyrr um daginn enda annar leikur liðsins á deginum og því ekkert óeðlilegt að liðið lék ekki af sama krafti. Frábær frammistaða í seinni hálfleik var til vitnis um að þetta lið geti farið alla leið í úrslitaleikinn. Fjórði leikhluti var frábær hjá liðinu en margir leikmenn eru að leggja eitthvað af mörkum.

Dagur Kár Jónsson lék frábærlega gegn Finnlandi en hann lék nánast ekkert fyrr um daginn vegna meiðsla. Þrátt fyrir það lék hann af krafti og nýtti hraðann sinn í leiknum.

Tölfræðin sýnir að íslenska liðið barðist vel í fráköstunum. En þeir fengu 10 fleiri skot en Finnarnir ásamt því að taka töluvert fleiri víti.

Lykillinn: Að taka betri ákvarðanir í sókninni. Með lágvaxið lið er mikilvægt að taka góðar ákvarðanir því að sóknarfráköstin eru fá gegn hávöxnu liðunum.

U18 Karla Ísland-Svíþjóð 74-77
Heimamenn voru sterkari á lokasprettinum en Íslendingarnir voru inni í leiknum alveg í blálokin en með smá heppni hefðu þeir getað klárað leikinn. Góð hittni í fyrri hálfleik skapaði þeim forskot en í þeim seinni jafnaði Svíþjóð og svo var stál í stál.

Ólafur Karel Stefánsson var með tvennu en það er nauðsynlegt að stóru strákarnir okkar séu með svon frammistöðu.

Tölfræðin segir okkur að bakverðirnir okkar séu að skora mikið. Við þurfum fleiri stig frá stóru strákunum.

Lykillinn: Að halda ákafanum gangandi allan leikinn.

U16 Kvenna Ísland-Danmörk 52-66
Stelpurnar sem áttu flottan leik fyrr í dag gátu komið sér á beinu brautina með sigri á Dönum. Leikurinn lofaði góðu lungann af tímanum. En lokaleikhlutinn varð liðinu um megn en þá gekk ekkert á báðum endum vallarins. Stelpurnar létu pressuna hjá Danmörku hafa af sér of marga bolta en alltof margar sóknir enduðu án þess að liðið næði skoti.

Hallveig Jónsdóttir er efnilegur hávaxinn bakvörður með flott skot. Hún negldi nokkrum flottum þristum í dag.

Tölfræðin sýnir að lokaleikhlutinn var afleitur að öllu leiti. Liðið skoraði ekki fyrstu sex eða sjö mínúturnar. Þegar svoleiðis gerist er nánast ógerlegt að vinna leik sem var í járnum áður en leikhlutinn hófst.

Lykillinn: Að leysa pressuvörn betur. Boltinn þarf að ganga betur þegar hún er leyst. Of mikið af drippli.

Dagurinn í tölum:
Flest stig: Maciej Baginski(16 KA) - 35
Flest fráköst: Stefán Karel Stefánsson(18 KA) - 11
Flestar stoðsendingar: Valur Orri Valsson(18 KA) og Dagur Kár Jónsson(U16 KA) - 5
Flestir stolnir boltar: Martin Hermannsson(18 KA) - 6
Flest varin skot: Sandra Þrastardóttir(16 KV) - 2
Hæsta framlag: Maciej Baginski(16 KA) - 26
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Petrúnella Skúladóttir í leik með Landsliðinu gegn Sviss að Ásvöllum 27. ágúst 2008 í Evrópukeppni kvenna. Ísland vann 15 stiga sigur, 68-53.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið