Valsmenn komust í kvöld upp í úrvalsdeild karla í körfu á ný eftir eins árs fjarveru með því að leggja ÍS örugglega,
82-64, í oddaleik undanúrslita 1. deildar karla. Valsmenn leiddu allan tímann og höfðu 34-29 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik fóru Valsmenn á flug og hittu þá úr 18 af 31 skoti sínu sem gerir 58% skotnýtingu, Ragnar Steinsson fór þar fyrir sínum mönnum en hann gerði 22 af 28 stigum sínum í seinni hálfleik. ÍS vann fyrsta leik liðanna á Hlíðarenda,
68-69, en Valsmenn komu til baka og tryggðu sér sæti í úrslitalitaleiknum gegn Snæfelli á mánudaginn, með sigrum í tveimur síðustu leikjum,
73-78, í Kennaraháskólanum og svo aftur í kvöld. Það eru því Valur og Snæfell sem koma upp í stað Skallagríms og Stjörnunnar sem féllu í ár.