S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
4.4.2011 | 22:30 | Kristinn | NCAA háskólaboltinn
Úrslitaleikur NCAA í nótt
Í nótt er komið að stóru stundinni í háskólaboltanum en úrslitaleikurinn fer fram í Houston og hefst kl. 01.23 að íslenskum tíma. Að venju er leikurinn í beinni á netinu á heimasíðu NCAA.com. Butler: „It’s not how you start, it’s how you finish" Leikir Butlers í keppninni hafa unnist með að meðaltali 4.2 stigum sem sýnir hversu jafnir leikirnir þeirra og hversu seigir þeir eru þegar mest á reynir. Butler hefur lagt lið Old Dominion, Pittsburgh, Wisconsin, Florida and Virginia Commonwealth á leið sinni í úrslitaleikinn. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1991 sem lið fer tvö ár í röð í úrslitaleikinn í NCAA og í fysta sinn síðan 1990 sem að lið er í úrslitum sem ekki leikur yfir veturinn í einni af sterkustu deildunum UConn: „Experience counts, but so does talent" Connecticut unnu Bucknell, Cincinnati, San Diego State, Arizona og Kentucky á leið sinni í úrslitaleikinn. Liðið í ár hefur litla reynslu þar sem þeir náðu ekki inn í úrslitin i fyrra og þeirra helsta stjarna Kemba Walker er á næst síðasta ári í skólanum. Skemmtilegar staðreyndir: · Árið 2008 voru öll liðin sem voru númer 1 í lokaúrslitunum, en í ár er ekkert lið númer 1 eða 2, sem er í fyrsta sinn í 33 ára sögu keppninnar á meðan styrkleikakerfið hefur verið við líði. · Kemba Walker, einn besti leikmaður deildarinnar, og helsta stjarna UConn hefur skorað 25.5 stig að meðaltali í síðustu 10 leikjum liðsins sem hafa allir unnist. (er með 23.9 yfir allt tímabilið). Því er spá að hann verði valinn númer 6 í nýliðavali NBA í sumer þó svo að hann eigi ár eftir í skólanum. · UConn komst ekki í 64-liða úrslitin í fyrra. · Til marks um virðingu háskólaboltans í Bandaríkjunum fer enginn leikur fram í NBA-deildinni í kvöld sem er sjaldgæft á þeim bænum, í deild sem er með leiki á jóladag. · Helstu vopn Butler er að halda andstæðingum sínum undir 60 stigum en þegar þeir ná því hafa þeir unnið 30 af síðustu 31 leik. · Ef þjálfara UConn, Jim Calhoun, tekst að sigra verður hann aðeins fimmti þjálfarinn í sögunni til að vinna þrjá titla. Hann verður þá í hóp ekki ómerkari manna en John heitnum Wooden, Adolph Rupp, Mike Krzyzewski þjálfara Duke og bandaríska landsliðsins og hinum skrautlega Bob Knight. · Butler fór í úrslit í fyrra og tapaði. UConn hefur tvisvar farið í úrslit og unnið í bæði skiptin. |