© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.12.2010 | 12:40 | FÍR
Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson körfuboltafólk ársins
Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2010 af KKÍ.


Helena Sverrisdóttir:
TCU College
Bakvörður
22 ára
180 cm

Helena Sverrisdóttir er á sínu fjórða og síðasta ári með TCU háskólanum sem er með eitt besta körfuboltalið landsins. Helana hefur látið mikið að sér kveða þessi þrjú ár sem hún hefur verið með liðinu og þess vegna eru gerðar miklar kröfur til hennar fyrir núverandi tímabil.

Tölfræði Helenu á tímabilinu sem af er:

17.7 stig á leik
6.6 fráköst á leik
3.8 stoðs. á leik

Var valin besti leikmaður Mountain West riðilsins tímabilið 2009-2010

Var valin í úrvalslið riðilsins fyrir námsárangur 2010

Var valin besti leikmaður vikunnar í riðlinum í tvígang 2010

Var tilnefnd sem ein af 50 leikmönnum í háskólaboltanum til Naismith verðlauna sem leikmaður ársins 2010-2011

Var tilnefnd sem ein af 25 leikmönnum í háskólaboltanum til Wooden verðlauna sem leikmaður ársins 2010-2011

Var tilnefnd sem ein af 5 bestu leikmönnum landsins í sinni leikstöðu fyrir tímabilið 2010-2011



Jón Arnór Stefánsson:
Granada
Bakvörður
28 ára
196 cm

Jón Arnór Stefánsson hefur átt frábært ár ( 2010 ) með Granada sem leikur í ACB deildinni á Spáni sem er sterkasta deild í heimi fyrir utan NBA deildina. Granada rétt missti af tækifærinu á að komast í úrslitakeppnina á Spáni sl. vor.


Tölfræði Jóns á tímabilinu þar sem af er:
10 stig á leik
1.7 fráköst á leik
1.7 stoðs. á leik


Jón Arnór og Helena hafa sýnt á síðustu árum að þau eru í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og árangur þeirra í hinum stóra heimi körfuboltans undirstrikar það.

Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998:
1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir
1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð
2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir
2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir
2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir
2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir
2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

Oftast valin Körfuboltamaður ársins:*
8 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010)
6 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010)
4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993)
3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977)
2 Jón Sigurðsson (1976, 1978)
2 Valur Ingimundarson (1984, 1988)
2 Guðmundur Bragason (1991, 1996)
2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998)
2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004)

* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.




Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jason Dorisseau leikmaður KR 2008-2009 treður í körfuna í DHL-höllinni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið