© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.12.2010 | 6:00 | Kristinn
Myndbrot: Jakob Örn gegn Georgíu
Næstu vikur munu birtast fréttir og myndbrot með í seríunni „Frægar Flautukörfur" hér á kki.is en um er að ræða eftirminnilegar flautukörfur sem eru frægar í íslenskri körfuboltasögu.

Fyrsta karfan sem við setjum inn er hin magnaða sigurkarfa sem Jakob Örn Sigurðarsson skoraði í Laugardalshöllinni gegn landsliði Georgíu í lok ágúst 2007 í B-deild Evrópukeppninnar.

Ísland var þremur stigum undir þegar Logi Gunnarsson fékk tvö vítaskot. Fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Hann skoraði úr fyrra skotinu og minnkaði muninn í tvö stig. Seinna skotið geigaði, viljandi, og eftir baráttu um frákastið og ótrúlega elju í Loga Gunnarssyni, náði hann að slá boltann með því að skutla sér í gólfið, til Jakobs sem tryggði íslenska liðinu sigur. Þessi ósigur átti mestan þátt í því að lið Georgíu sat eftir í B-deild en þeir voru með miklar væntingar um að komast upp í A-deild þetta árið og eiga möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins.

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 17 stig en hann gerði fyrstu 12 stig liðsins í leiknum og var rjúkandi heitur. Jakob Örn kom næstur með 16 stig og 5 stoðsendingar og Brenton Birmingham var með 13 stig og 11 fráköst.

Við spurðum Jakob út í hvernig hann man eftir þessu.

Hvernig var leikurinn í minningunni?
„Leikurinn var mjög jafn allan tímann og við vorum að spila vel. Georgía var með rosalega sterkt lið, með NBA leikmanninn Zaza Pachulia (Atlanta Hawks í dag) og einnig menn sem að spiluðu í sterkustu deildum í Evrópu. Við höfðum tapað illa fyrir þeim á útivelli árið áður og vissum að við þyrftum toppleik til að eiga möguleika“.

Manstu eitthvað eftir aðdragandanum og lokaskotinu?
„Aðdragandinn var þannig að við vorum 3 stigum undir og aðeins nokkrar sekúndur eftir (9 sek. þegar Ísland lagði af stað í sókn en Georgía braut á Loga). Logi átti 2 vítaskot og planið var að hitta úr fyrra, klikka seinna vítinu og reyna að ná sóknarfrákastinu. Logi hittir úr fyrra vítinu og klikkar viljandi á seinna. Það er einhver barningur um boltann, Fannar Ólafsson nær að blaka honum í átt til Loga og hann skoppar útfyrir 3 stiga línuna þar sem Logi skutlar sér og blakar boltanum til mín og ég set hann bara „örugglega" spjaldið ofaní! Reyndar held ég að ég hafi verið alltof spenntur þegar boltinn barst til mín og því hafi skotið ekki verið gott en hann fór ofaní og það er það sem skiptir máli“.

Hefur þú skorað fleiri flautu-sigurkörfur á ferlinum, það var allavegana ein í fyrra með Sundsvall?
„Ég skoraði 2 sigurkörfur hérna í Svíþjóð í fyrra. Sú fyrsta var líka spjaldið ofaní rétt fyrir innan miðju. En það var minni heppni í seinni körfunni þar sem ég fékk hálfopið skot í kringum vítateigslínuna“.

Jakob sagði í samtali við karfan.is eftir leik: „Þetta var eins sætt og það gat orðið, þegar ég sleppti boltanum þá vonaði ég og vissi ég að hann færi ofan í,” sagði Jakob Örn sigurreifur í leikslok.

Myndbrot: Flautukarfa Jakobs gegn Georgíu
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Svava Stefánsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sækir hér að körfu Grindvíkinga í árlegum Meistaraleik KKÍ. Svava skoraði 17 stig þegar Keflavík vann með fimm stigum 73-68.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið