© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.10.2010 | 15:15 | Kristinn
Helena Sverrisdóttir tilnefnd til Wooden-verðlaunanna
Mynd: Gunnar Freyr
Í síðustu viku var tilkynnt hvaða leikmenn væru tilnefndir til verðlauna John R. Wooden.

Þeir 30 leikmenn sem eru á þessum lista eiga þess kost í lok tímabilsins að hljóta þessi eftirsóttu og virtu verðlaun. Verðlaunin eru afhent árlega þeim háskólaleikmanni sem talinn er hafa staðið sig best á árinu

Um gríðarlegan heiður er að ræða þar sem samkeppnin í deildinni er hörð og mikil fjöldi góðra leikmanna er í allri háskóladeildinni vestanhafs. Valið fer þannig fram að 26 manna ráðgjafateymi velur 20 leikmenn, af þessum 30 sem tilkynntir hafa verið, í lok árs sem valið mun standa á milli á endanum. Um 1000 manns, sérfræðingar, íþróttafréttamenn og aðrir fulltrúar sem kjósa svo besta leikmanninn af þessum 20.

John Wooden er fyrrverandi goðsögn í þjálfaraheiminum en hann lést á síðasta ári á sínu hundraðasta aldursári. John var fyrstur til að vera tekinn inn í „Basketball Hall of Fame“ bæði sem leikmaður og þjálfari. Síðan þá hafa aðeins tveir leikið það eftir. Hann gaf út fjölda bóka og margir þjálfarar hafa tileinkað sér hans hugsjón aðferðir við þjálfun.

Helena Sverrisdóttir hefur nú þegar skipað sér í hóp með bestu leikmönnum í sögu TCU-skólans og er til að mynda eini leikmaðurinn sem hefur náð 1000 stigum, 500 fráköstum og 300 stoðsendingum á skólaferlinum.

Mikið mun mæða á henni í vetur sem leiðtogi liðsins og verður gaman að sjá hvernig henni og samherjum í TCU-liðinu mun vegna í vetur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Bollason tekur viðtal við Anfernee “Penny” Hardaway í Phoenix í Bandaríkjunum
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið