S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
4.10.2010 | 14:30 | Kristinn | Mótahald
Blaðamannafundur KKÍ: Spá félaganna 2010
Þar voru kynntar spár fyrirliða og þjálfara liðanna um lokastöðu deildarinnar auk þess sem línur eru lagaðar fyrir veturinn og deildin kynnt fjölmiðlum. Spáin 2010-2011 · Konur 1. Keflavík 2. KR 3. Haukar 4. Hamar 5. Snæfell 6. Grindavík 7. Njarðvík ------------ 8. Fjölnir Spáin 2010-2011 · Karlar 1. KR 2. Keflavík 3. Snæfell 4. Stjarnan 5. Grindavík 6. Njarðvík 7. Fjölnir 8. ÍR 9. Hamar 10. KFÍ ------------ 11. Haukar 12. Tindastóll Á sama tíma var blaðið Karfan formlega gefið út en líkt og undanfarin ár er að finna í því veglega umfjöllun og nú einnig skemmtilegar greinar. Í blaðinu eru liðin í Iceland Express-deildum karla og kvenna kynnt til leiks í máli og myndum auk þess sem leikmannalistar þeirra eru kynntir. Sérstakir álitsgjafar spá í liðin og gefa sitt álit og spá fyrir um hvernig þeim mun vegna í baráttunni í vetur. Félögin hafa tekið til sín upplag og ætti að vera til taks á fyrstu heimaleikjum liðanna á miðvikudag og fimmtudag þegar deildirnar fara af stað. Auk upplýsinganna um öll liðin og leikjaplan vetrarins er að finna viðtal við Hauk Helga Pálsson hjá Maryland háskólanum sem og viðtal við Ólaf Rafnsson forseta FIBA Europe. Blaðið má lesa hér |