© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.9.2010 | 22:05 | Kristinn | FIBA
HM: Bandaríkin og heimamenn Tyrkir leika til úrslita
Tunceri að koma Tyrkjum í úrslitaleikinn
Undanúrslitum Heimsmeistaramótsins er lokið og ljóst hverjir mætast í úrslitaleiknum á morgun.

Bandaríkin unnu Litháa fyrr í dag 89:74 og eru komnir í úrslit á HM í fyrsta sinn síðan 1994. Bandaríkin voru með yfirhöndina og voru snemma með 19 stiga forskot og létu hana aldrei af hendi.

Síðari leikur dagsins var viðureign Serbíu og Tyrklands sem var mun meira spennandi. Serbía leiddi í 37 mínútur af leiknum og voru alltaf skrefi á undan. Það sannaðist enn og aftur að það er ekki nóg í körfubolta og það telur aðeins hver er yfir í lokin. Hittni Serbíu fyrir utan þriggjastigalínuna var frábær og þeir sprengdu oft vörn Tyrkja upp á gátt með frábæru spili

Tyrkir sýndu hinsvegar hversu gott lið þeir eru með því að vera aldrei langt á eftir serbneska liðinu og náðu að komast yfir þegar skammt var eftir. Serbar treystu um of á einstaklingsframtök í lokin og tóku nokkur slæm skot og Tyrkir refsuðu þeim fyrir það.

Serbar náðu hinsvegar að komast stigi yfir þegar 5 sekúndur voru eftir eftir að Milos Teodosic keyrði inn í vörnina og fann samherja undir körfunni.

Tyrkir tóku leikhlé og áttu innkast á miðju vallarins. Þeir komu boltanum á Turkoglu sem kom boltanum á Kerem Tunceri í horninu sem keyrði framhjá varnarmanninum sínum á körfuna og fékk opið sniðskot og kom Tyrkjum stigi yfir og aðeins hálf sekúnda eftir af leiknum.

Serbía átti innkast á miðju og náði að taka skot í loftinu við endanlínu en skotið var varið og Tyrkir fögnuðu sigri. Skotið leit vel út í endursýningu en enginn veit hvað hefði gerst ef boltinn hefði flogið áfram, hvort hann hefði hafnað í körfunni, en það hefði verið ótrúleg endalok á leiknum.

Það verða því heimamenn Tyrkir sem fá það verðuga verkefni að mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum á morgun sunnudag kl. 18.30 og þeir eru sannarlega með góða leikmenn og góða liðsheild og verður athyglisvert að hvernig leikurinn mun þróast.

Hjá Serbíu var Teodosic með 13 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst en Marko Keselj var með 18 stig. Hjá Tyrkjum var Hidayet Turkoglu með 16, Keselj 16
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrst körfuboltalið íslenskra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli, Vikings, árið 1950.  Aftari röð frá vinstri: John Smith, Guðmundur Pétursson, Hörður Sumarliðason, Kristján Júlíusson, Friðrik Bjarnason og Hal Cromie.  Fremri röð frá vinstri: Hjálmar Guðmundsson, Pétur Guðmundsson og Ingi Gunnarsson.  John og Hal voru starfsmenn Lockheed og þjálfuðu íslensku strákana.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið