S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
30.1.2002 | 15:57 | bl
Körfuboltaskóli fyrir drengi fædda 1987 framundan
Skráning fer fram á skrifstofu KKÍ í síma 514-4100 eða með tölvupósti á petur@kki. Taka þarf fram fullt nafn, félag, heimilisfang, símanúmer, hæð og hvaða stöðu viðkomandi spilar. Þáttaka í körfuboltaskólanum kostar 3900- kr og er ráðlagt að menn skrái sig fyrr en seinna. Allir þátttakendur fá And 1 bol merktan KKÍ og körfuboltaskólanum. Mæting og greiðsla skólagjalda er á milli 09.30 og 10.00 laugardaginn 9. febrúar í Seljaskóla. Skólinn hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 14:00. Á sunnudeginum er byrjað kl. 11:00 og æft til 15:00. Þátttakendur fá því 8 klukkustunda leiðsögn frá leikmönnum íslenska landsliðsins, A-landsliðsþjálfarnum, þjálfurum yngri landsliða Íslands, þjálfurum í úrvalsdeildinni og margra annara þjálfara. Körfuboltaskólinn leggur áherslu að kenna leikmönnum undirstöðu körfuknattleiks, sóknarhreyfingar og hvernig hægt er að bæta sinn leik svo eitthvað sé nefnt. Þá fá þáttakendur fyrirlestur um körfuboltann í Evrópu og þann möguleika fyrir leikmenn að fara þangað og spila, sem og fyrirlestur um körfuboltann í Bandaríkjunum og hvernig sé hægt að komast þangað út í nám ásamt því að leika körfubolta. Hæð allra leikmanna verður mæld í skólanum. Einnig verða keppnir og alls konar verðlaun verða veitt þeim sem skara fram úr. Keppt verður um besta dripplaran og besta skotmanninn í ´87 árgangnum. Þá verður mót í 5 á 5 og að því loknu verður valið stjörnulið ´87 árgangsins. Ýmislegt annað verður gert og fá þáttakendur að spjalla við landsliðsmennina og geta fengið að vita hvað þeir gerðu til að komast í landsliðið. Þá geta landsliðsmennirnir gefið þáttakendum góð ráð um hvernig sé hægt að bæta sig. |