© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.8.2010 | 13:30 | Kristinn | FIBA
HM: 5 dagar til stefnu
Kevin Durant á eftir að láta til sín taka á HM
Í gær áttust við Spánn og Bandaríkin í æfingaleik í Madrid á Spáni fyrir framan 11 þúsund manns en hann var liður í upphitun liðanna fyrir HM sem hefst eftir aðeins 5 daga.

Kevin Durant var maður leiksins en hann var stigahæstur á vellinum með 25 stig og átti tvo varin skot í lok leiksins. Fyrst náði hann að breyta þriggjastigaskoti frá Ricky Rubio og svo einnig frá Rudy Fernandez um leið og tíminn rann út. Bandaríkin höfðu því 86:85 sigur.

Derrick Rose kom sínu liði yfir 84:82 þegar hálfmínúta var eftir en Spánn komst yfir með körfu og villu í næstu sókn frá Juan Navarro. Kevin Durant keyrði að körfunni hinumegin og fékk tvö víti sem hann setti bæði niður og það urðu lokastigin í leiknum.

Hjá Spáni var Juan Navarro með 20 stig og Marc Gasol 17.

Enginn leikmaður er úr gullliði Bandaríkjanna frá Ólympíuleikunum 2008 en Bandaríkjamenn binda miklar vonir um að ná árangri á komandi móti. Mike Krzyzewski þjálfari Duke og landsliðsins hefur sagt að vörnin og liðsheild séu aðalmál liðsins í ár en eins og kunnugt er er enginn "stórstjarna" í liðinu að þessu sinni.

Kevin Durant við það að ná þeim stalli enda átti hann frábært tímabil í vetur með Oklahoma Thunder og varð stigakóngur í deildinni, sá yngsti í sögunni, aðeins 21 árs gamall með rúmlega 30 stig að meðaltali í leik.

Bandaríkjamenn hafa unnið Frakka og Litháa í sínum undirbúning auk Spánverja núna og eiga eftir að leika gegn Grikkjum á miðvikudaginn, en Spánverjar hafa lokið sínum undirbúning þar sem þeir unnu sjö leiki og töpuðu einungis leiknum í gær gegn Bandaríkjunum þannig að það er ljóst að þessi tvö lið fara langt í keppninni.

Hægt er að sjá svipmyndir úr leiknum hérna á YouTube.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson taka fund fyrir bikarleik Grindavíkur og Snæfells þann 26. nóvember 2006, leik sem jafnframt var 1000. KKÍ leikur Rögnvaldar á ferlinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið