S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
12.8.2010 | 10:35 | Kristinn | FIBA
16 dagar í HM: Lið ríkjandi meistara klárt
Þjálfari liðsins Sergio Scariolo hafði úr 15 mönnum að velja og varð að velja þrjá leikmenn til að sitja eftir heima að þessu sinni. Það kom í hlut þeirra Rafa Martinez leikmanni EuroCup meistara síðasta árs í Valencia og Pablo Aguilar hjá Real Madrid. Að lokum stóð valið á milli hina ungu Carlos Suarez og Fernando San Emeterio og það kom í hlut Suarez að vera ekki valinn en hann er efnilegur og á framtíðina fyrir sér í landsliðinu. Pau Gasol var búinn að gefa það út að hann yrði að taka sér frí enda búinn að standa í ströngu undanfarin ár með landsliðinu og LA Lakers í NBA, en hann var búin að stríða við meiðsl sökum álags. Bróðir hans Marc verður með en hann er leikmaður Memphis Grizzlies og fær það krefjandi verkefni að leysa eldri bróður sinn af undir körfu Spánverja. Lið Spánverja er þannig skipað: Rudy FERNÁNDEZ fyrirliði, Ricky RUBIO, Juan Carlos NAVARRO, Jose Manuel CALDERÓN, Felipe REYES, Víctor CLAVER, Fran VÁZQUEZ, Sergio LLULL, Marc GASOL, Alex MUMBRÚ, Jorge GARBAJOSA, Fernando SAN EMETERIO. Fleiri fréttir af HM er að finna á turkey2010.fiba.com. |