© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.6.2010 | 13:30 | FÍR
Umfjöllun um Ísland - Holland
Þriðji leikur strákanna fór fram klukkan 09:00 að dönskum tíma og voru leikmenn vel lemstraðir eftir átök gærdagsins. Liðið mætti Hollendingum sem höfðu tapað báðum leikjum sínum í gær en íslensku strákarnir ætluðu sér sigur áður en þeir myndu leika í undanúrslitum.

Jafnt var á með liðunum í byrjun en í stöðunni 12-9 fyrir Holland skoraði Oddur Rúnar átta stig í röð og íslenska liðið náði flottu áhlaupi sem skilaði þeim 12-18 forystu. Fráköstin voru Hollendingana og fengu þeir ávallt tvö til þrjú tækifæri í hverri sókn. Maciek fékk þrjár villur á sömu mínútunni og settist á bekkinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-22. Hollendingar voru sterkari aðilinn í öðrum leikhluta en Cristpoher Cannon kom Ísland yfir með þrist og fékk víti að auki. Áfram voru Hollendingar að rífa fráköstin á báðum endum vallarins og komust þeir í 39-33. Þorgeir Blöndal skoraði af harðfylgi og það var svo Oddur Rúnar sem setti þrist á lokasekúndunni í fyrri hálfleik og staðan 39-38.

Oddur og Maciek auk Dags Kárs voru lemstraðir og stífir í fótunum og kom það niður á þeirra leik. Hugi Hólm sem lék gríðarlega vel gegn Skotum í gær byrjaði síðari hálfleikinn og gaf þeim hollensku lítið eftir í frákastabaráttunni.

Liðin skiptust á að leiða í byrjun síðari hálfleiks en Aron Freyr kom mjög sterkur af bekknum og skoraði mikilvæg sex stig og kom íslenska liðinu yfir í öll skiptin. Strákarnir skiptu úr svæði í maður á mann og sigldu fram úr þeim hollensku og staðan af þriðja leikhluta 51-57. Allir leikmenn íslenska liðsins voru búnir að koma inná völlinn en liðið lék ekki af sama krafti og í gær. Áræðni liðsins var ekki til staðar nema fyrir utan smá kafla í þriðja leikhluta. Oddur Rúnar var með stífa fætur og gat vart leikið í síðari hálfleik. Maciek og Tómas Orri skoruðu fyrir Ísland og náðu strákarnir mest níu stiga forystu, í stöðunni 60-67 var liðið óskynsamt og tapaði tveimur boltum í röð sem leiddu til sniðskota fyrir Holland og staðan 64-67. Fráköst íslensku strákanna voru farinn að láta sjá sig og maður á mann vörnin fín. Maciek missti tvö vítaskot og í næstu sókn brutu íslensku strákarnir klaufalega á 2 metra leikmanni Hollenska liðsins en hann setti einungis niður fyrra skotið og staðan 65-67. Brotið var á Erlendi Ágúst sem var öryggið uppmálað og bæði vítaskotin niður 65-69. Dagur Kár skoraði svo eftir frábæra vörn íslenska liðsins og staðan 65-71. Enn á ný brutu strákarnir klaufalega á stóra leikmanni Hollendinga sem setti niður sniðskot og vítið að auki, staðan 68-71. Um ein mínúta var eftir af leiknum þegar að Dagur Kár var sendur á vítalínuna og setti hann bæði vítin niður, staðan 68-73. Hollendingar voru snöggir að skora og brutu þeir strax á Dag Kár sem var aftur öruggur á línunni og staðan 70-75 þegar um 10 sekúndur voru eftir. Þristur í blálokin minnkaði stöðuna hjá Holland en lokatölur 73-75 og sigruðu strákarnir því alla sína leik í riðlinum.

Það er komið á hreint að í undanúrslitum mæta íslensku strákarnir þýska liðinu Berlín sem enduðu númer tvö í B-riðli en í hinum undanúrslitaleiknum mætast England sem enduðu númer eitt í B-riðli gegn Skotum sem fylgdu íslensku strákunum uppúr A-riðli.

Strákarnir leika klukkan 1630 að dönskum tíma (1430 ísl tíma) og er úrslitaleikurinn í húfi.

Stigaskor Íslenska liðsins: Dagur Kár Jónsson og Oddur Rúnar Kristjánsson 15 stig (Oddur öll í fyrri hálfleik), Maciek Bagasinski 9, Aron Freyr Kristjánsson 6, Cristopher Cannon og Þorsteinn Eyfjörð 5, Erlendur Ágúst Stefánsson og Hugi Hólm 4, Andrés Kristleifsson og Tómas Orri Grétarsson 2 stig hvor. Eysteinn Ævarsson náði ekki að skora.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Hauka í mb. 10 ára sem varð Íslandsmeistari vorið 2007. Úrslitamótið fór fram í Grindavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið