© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.6.2010 | 22:23 | FÍR
Umfjöllun frá Danmörku - Leikir og ferðalag dagsins
Ferðin byrjaði á fjögurra og hálfstíma seinkun í Leifsstöð og var því ljóst að fyrsti leikurinn hjá strákunum gegn Danmörku West myndi ekki fara fram á settum tíma. Strákarnir komu á áfangastað 1755 að staðartíma en búið var að breyta leiktímanum til 1800 og voru því snar handtökin að koma öllum inná gólf og hefja leikinn.

Byrjunin var mjög góð hjá strákunum, Þorgeir Kristinn Blöndal opnaði stigareikning íslenska liðsins og leiddi íslenska liðið 2-9 og 13-22 eftir fyrsta leikhluta. Vörn íslendingana var hreyfanleg og hittu Danir illa. Oddur og Erlendur skoruðu auðveldar körfur og munurinn orðinn 13 stig. Allir leikmenn komu við sögu í fyrri hálfleik og var sama hver kom inn á, það skiluðu allir framlagi til liðsins. Staðan í hálfleik 32-43.

Oddur sem var áberandi í stigaskorun liðsins opnaði seinni hálfleikinn með þrist en þá fóru danir í gang, þeir röðuðu niður þristum um allan völl og minnkuðu muninn í 46-48. Íslenska liðið náði muninum í sjö stig á ný en frábær kafli hjá dönum setti stöðuna í 54-57. Dagur Kár setti niður þrist eftir vel útfærða sókn og bætti Erlendur risaþrist í kjölfarið og íslensku strákarnir leiddu 54-63. Aftur náðu danir að minnka muninn í 61-65 en Oddur setti niður þrist langt utan af velli og Dagur Kár setti niður sniðskot eftir stolin bolta og íslensku strákarnir skiluðu góðum 68-83 sigri í hús.

Stigaskor Íslenska liðsins: Oddur Rúnar Kristjánsson 23 stig, Dagur Kár Jónsson 13, Erlendur Stefánsson 9, Maceik Bagainski og Þorsteinn Eyfjörð 7, Aron Freyr Kristjánsson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 5, Hugi Hólm og Cristopher Cannon 4, Tómas Orri Grétarsson 3 og Eysteinn Ævarsson 2. Andrés Kristleifsson náði ekki að skora.

Skotland vs. Iceland U-95

68-77 (22-47)

Það voru tíu mínútur á milli leikjanna og þurftu strákarnir að skipta um völl og gíra sig strax í næsta leik sem var gegn Skotum sem höfðu unnið Hollendinga með einu stig 61-60 fyrr um daginn.

Strákarnir byrjuðu leikinn afar vel og röðuðu niður þristum, staðan var fljótlega 4-22 og leiddu strákarnir 8-27 eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik leiddu strákarnir með 25 stigum 22-47 og voru yfirburða lið á vellinum. Skotarnir mættu til leiks með U-94 liðið sitt. Í síðari hálfleik urðu íslensku strákarnir bensínlausir og Skotarnir röðuðu niður þristum, þeir sigruðu þriðja leikhluta með fimmtán stigum og staðan 47-57 íslensku strákunum í vil eftir þriðja leikhluta. Í fjórða leikhluta náðu strákarnir að þvinga fram sigur og lokatölur 68-77.

Stigaskor íslenska liðsins: Oddur Rúnar Kristjánsson 17 stig, Erlendur Stefánsson 15, Maceik Bagasinski 12, Dagur Kár Jónsson 9, Hugi Hólm og Eysteinn Ævarsson 5, Cristhopher Cannon og Þorgeir Kristinn Blöndal 4 og þeir Andrés Kristeifsson, Tómas Orri Grétarsson og Þorsteinn Eyfjörð 2. Aron Freyr náði ekki að skora.

U-15 ára landslið stúlkna:

Stúlkurnar úr U-15 komu á keppnisstað 10.mín fyrir leik og allt í botni. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og sigruðu landslið Dana með átján stigum.

Strax á eftir með því að hlaupa á milli valla byrjaði næsti leikur á móti mjög sterku hollensku liði en stelpurnar náðu að halda vel út en snemma í þriðja leikhluta misstu þær leikinn úr höndum sér en þá var einungis tveggja stiga munur sem jókst í 20 stig hægt og hljótt enda bensínið búið hjá stelpunum.

Ísland – Danmörk 36-54

Birta Björk Árnadóttir 1
Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2
Hallveig Jónsdóttir 4
Sandra Lind Þrastardóttir 4
Thelma Hrund Tryggvadóttir 5
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6
Lovísa Björt Henningsdóttir 6
Aníta Kristmundsdóttir 8
Ingunn Embla Kristínardóttir 9
Sara Rún Hinriksdóttir 9

Ísland – Holland (Úrval) 50 – 73

Hallveig Jónsdóttir 2
Sara Diljá Sigurðardóttir 5
Sandra Lind Þrastardóttir 6
Aníta Kristmundsdóttir 6
Lovísa Björt Henningsdóttir 10
Sara Rún Hinriksdóttir 10
Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11

Þrír sigrar og eitt tap því staðreynd fyrsta daginn sem verður að teljast góð byrjun ef mið er tekið af þeirri seinkun sem varð.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Samhliða myndatökum á leikmönnum yngrilandsliða fyrir NM eru oft teknar aukamyndir af hverjum leikmanni. Ægir Þór Steinarsson sigraði keppnina í ár fyrir bestu myndina.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið