S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
9.6.2010 | 9:31 | Kristinn
NBA: Lakers sigraði í Boston í nótt og leiðir 2-1
Eftir að Boston fóru í 8:2 með sex stigum í röð frá Kevin Garnett, þá tók Lakers snemma stjórnina í leiknum og náðu mest 17 stiga mun. Boston náði að jafna leikin í fjórða leikhluta en Lakers sigu fram úr með þá Derek Fisher og Kobe Bryant fremsta í flokki. Kobe var með 29 stig og setti mörg erfið skot niður en Fisher var með 16 stig og Pau Gasol var með 13 og 10 fráköst. Hjá Boston átti Kevin Garnett átti góðan leik og var með 25 stig, en mestu munaði um að liðsfélagar hans lögðu lítið í púkkið þar sem Paul Pierce, Glen Davis og Rajon Rondo með voru með 15, 12 og 11 stig og Rondo var með 8 stoðsendingar að auki og átti fínan leik. Eftir að hafa sett met í skoruðum þristum í síðasta leik vill Ray Allen líklega gleyma þessum leik í nótt sem fyrst, því hann skoraði aðeins 2 stig úr vítum og misnotaði öll 13 skot sín sem er einu skoti frá því að vera metsjöfnun yfir flest skot í leik án þess að hitta minnst einu þeirra. Næsti leikur er á dagskrá Stöðvar 2 Sport og verður í beinni útsendingu annað kvöld kl. 01.00 eftir miðnætti, aðfaranótt föstudagsins. NBA.com: Myndbrot úr leiknum í nótt. |