© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.5.2010 | 13:12 | Kristinn | Yngri landslið
Úrslitaleikur við Svía á morgun: 16 ára liðið skellti Dönum · Myndir og myndband
U16 ára lið Íslands hefur tryggt sér sæti í úrslitaleiknum um Norðurlandameistaratitilinn í körfuknattleik eftir sterkan 71-61 sigur á Dönum.

Valur Orri Valsson hrökk í gang og setti 22 stig í leiknum, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Frábær leikur hjá kappanum sem hafði ekki fundið fjölina í skotum sínum á mótinu til þessa en í dag var hann sjóðheitur.

Ísland mætir Svíþjóð á morgun í leik um Norðurlandameistaratitilinn.

Martin Hermannsson opnaði leikinn fyrir Ísland með þriggja stiga körfu, hvað annað? Pilturinn hefur leikið fantavel á Norðurlandamótinu og því við hæfi að hann skyldi hefja þessa orrustu fyrir Íslendinga. Svæðisvörn var dagskipun Íslands frá fyrstu minute og gekk hún vel, Emil Karel jók svo muninn í 6-0 með annarri þriggja stiga körfu áður en Danir komust á blað.

Danski teigurinn var ansi þéttur og framan af voru íslensku piltarnir nokkuð hikandi í sínum aðgerðum er þeir réðust á teiginn en áhlaup okkar manna gerðust betri og tíðari. Ísland komst svo í 14-6 áður en Danir tóku leikhlé en þá reif Þorgrímur Kári Emilsson niður sóknarfrákast í danska teignum og skoraði að auki, hans fyrstu verk nýkominn af bekknum fyrir Stefán Karel Torfason. Danir klóruðu þó aðeins í bakkann en Íslendingar leiddu 20-15 að loknum fyrsta leikhluta.

Ísland mætti með þrist í upphafi annars leikhluta rétt eins og í þeim fyrsta en þar var Emil Karel Einarsson að verki og staðan 23-15. Danir voru þó aldrei langt undan en Íslendingar höfðu stjórnina í leiknum. Stefán Karel hélt snemma af velli í öðrum leikhluta með þrjár villur en þá tók Valur Orri Valsson góðan kipp og setti tvo erfiða þrista fyrir Ísland og breytti stöðunni í 36-25. Báðir þristar Vals komu þegar skotklukkan var við það að renna út en Danir þéttu vörn sína til muna síðustu mínúturnar fyrir hálfleik.

Örlítið einbeitingarleysi gerði vart um sig á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks í íslensku vörninni og Danir þökkuðu pent fyrir sig með tveimur þriggja stiga körfum og staðan því 39-33 Íslandi í vil þegar liðin gengu til hálfleiks.

Valur Orri Valsson var kominn með 12 stig í íslenska liðinu í hálfleik og Emil Karel Einarsson varm eð 10 stig. Þá átti Maciej Baginski sterka spretti að vanda með 4 stig og 4 fráköst.

Íslendingar opnuðu þriðja leikhluta með þriggja stiga körfu og þar var Valur Orri Valsson að verki og staðan 42-35 Íslandi í vil. Valur var að finna fjölina í dag eftir nokkuð dræma skotnýtingu á mótinu til þessa. Næstu Íslandssóknir voru reyndar óreiðukenndar og mörg hver skotin voru erfið og sum þeirra rötuðu vart á körfuspjaldið.

Í stöðunni 42-39 kom 9-0 rispa hjá Íslendingum og strákarnir slitu sig aftur frá og nú 51-39 eftir þrist frá Martin Hermannssyni. Peter Möller var þó að reynast Íslendingum erfiður og raðaði niður þristum og hélt Dönum á floti en staðan 56-47 Íslandi í vil fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Danir léku góða vörn í upphafi fjórða leikhluta og píndu íslensku bakverðina í að gera nokkrar vitleysur og náðu að minnka muninn í 60-56 því feilar Íslands úti á velli smituðu inn í varnarleikinn og Danir gerðu nokkrar auðveldar körfur. Lítið var skorað í fjórða leikhluta en besti maður leiksins, Valur Orri Valsson, gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Valur setti þá niður fjórða og síðasta þristinn sinn í leiknum, úr jafnvægi, og staðan orðin 67-56. Danir áttu ekki svör eftir þetta og lokatölur reyndust 71-61 Íslendingum í vil.



Valur Orri var besti maður Íslands í sterkri liðsheild með 22 stig í leiknum, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum. Martin Hermannsson átti enn einn stórleikinn með 17 stig, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta, næstur kom Emil Karel Einarsson með 12 stig og 7 fráköst. Maciej Baginski gerði 8 stig í leiknum og tók 6 fráköst og þá kom íslenska dýnamítið, Sigurður Dagur Sturluson, með kraft af bekknum og setti 7 stig og tók 4 fráköst.

Hægt er að sjá myndir úr leiknum gegn Danmörku hérna

Mynbrotið úr leiknum er hægt að nálgast hérna.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Lelystad í Hollandi v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið