S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
15.5.2010 | 12:45 | Kristinn | Yngri landslið
NM: U18 karla · Fimm stiga tap gegn Finnum · Myndir
U18 ára lið karla spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppninni núna rétt í þessu en leikurinn hófst kl. 11.00 að íslenskum tíma. Strákarnir okkar höfðu unnið Norðmenn í gær og freistuðu þess að fylgja því eftir og vinna Finna. Leikurinn byrjaði vel og var hraður, íslenska liðið sótti hratt upp völlinn og Finnarnir sömuleiðis þó ekki væri mikið skorað. Staðan eftir fjórar mínútur var 4:3 fyrir Ísland. Finnar höfðu skorað úr þriggjastiga skoti og bætu öðrum þrist við þegar Haukur Helgi svaraði fyrir Ísland og Kristófer í næstu sókn á eftir. Staðan 8:6 fyrir Ísland og Finnar tóku leikhlé. Ísland hélt áfram að spila fína vörn og keyra hratt upp völlinn. Kristófer skoraði í hraðaupphlaupi eftir góða sendingu langt fram völlinn og Haukur Helgi bætti við körfu og fékk villu að auki í næstu sókn og smellti niður vítinu, staðan 13:8 fyrir Ísland og allt á blússandi siglingu hjá okkar strákum. Finnar setja næstu 5 stig og jafna 13:13 áður en Íslands skorar næstu 6 stig og fer í 19:13. Finnar skora síðustu 2 stig leikhlutans, staðan 19:15 fyrir Ísland. Eftir fyrsta leikhluta var Haukur Helgi komin með 11 stig, Kristófer 6 og Andri 2 fyrir Ísland. Í öðrum leikhluta halda Finnar áfram að skjóta fyrir utan línuna og hitta vel og sækja á körfu Íslands, ná 3-8 áhlaupi og komast yfir 22:23. Þegar leikhlutinn er hálfnaður hafa Finnar náð 6 stiga forskoti, 26:32. Þegar hérna var komið við sögu tognaði einn af þremur dómurum leiksins og því var smá hlé á leiknum á meðan sá sem hljóp í skarðið var að gera sig tilbúinn. Þetta virtist hleypa auknum krafti í okkar menn sem náðu frábærum kafla, og breyttu stöðunni í 39:35 fyrir Ísland þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik en Ísland skoraði körfur af öllum regnbogans litum. Finnar héldu sér inni í leiknum með þristum og staðan í hálfleik jöfn, 41:41, þrátt fyrir að Ísland hafi verið betri aðilin í leikhlutanum. Haukur var kominn með 18 stig, Kristófer 14, Elvar 3 og Andri Fannar og Snorri og Styrmir með 2 stig hver. Í þriðja leikhluta náðu Finnar undirtökunum og náðu forskoti þökk sé góðri nýtingu þeirra fyrir utan þriggja, voru 11 af 26 eftir þennan leikhluta. Staðan var 59:71 eftir þrjá leikhluta og Finnarnir unnu því þessa lotu 18:30 sem átti eftir að verða erfitt að minnka í lokaleikhlutanum. Ísland tók sig til og saxaði á forskot Finnana og munurinn varð minnst 4 stig í lok 4. leikhluta. Styrmir Gauti átti góða innkomu en hann skoraði öll stigin sín 10 í lokaleikhlutanum. Nær náðu okkar menn því miður ekki og leikurinn endaði í 5 stiga tapi 80:85. Osku Heinonen var erfiður við að eiga i liði Finnanan í dag og var með 31 stig. Hjá Íslandi var Haukur Helgi með 28 stig og 5 fráköst og Kristófer Acox með 22 stig og 11 fráköst. Styrmir Gauti Fjelsted endaði með 10 og Snorri Hrafnkellsson 8 stig. U18 strákarnir unnu því einn leik á mótinu gegn Norðmönnum sem þýðir að þeir munu leika um 3. sætið á morgun, sunnudag. Hægt er að sjá myndir úr leiknum gegn Finnlandi hérna Hægt er að sjá myndir af öllum leikmönnum U18 ára liðsins hérna. |