© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.5.2010 | 16:30 | Kristinn | Yngri landslið
NM: U18 liðið lýkur keppni í ár


Íslenska U18 ára lið kvenna hefur lokið keppni á Norðurlandamótinu í Svíþjóð en þær voru rétt í þessu að tapa gegn Dönum 79-56. Íslenska liðið byrjaði af krafti en snemma tóku Danir öll völd og höfðu að lokum öruggan og verðskuldaðan sigur. Íslensku stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu en þær sýndu góðar rispur gegn sterkum liðum á borð við Finnland og Svíþjóð en máttu hugsanlega gera aðeins betur gegn Dönum og Norðmönnum.



Ferskir vindar blésu um leik íslenska liðsins í upphafi og komust stelpurnar í 7-6 þegar Danir tóku leikhlé og réðu sínum ráðum. Danir komu tvíelfdir út úr leikhléinu og breyttu stöðunni í 11-21.

Danir hikuðu hvergi í opnu skotunum sínum og voru að nýta þau vel og virtust á kafla ætla að stinga af en góð barátta íslenska liðsins með Auði Ólafsdóttur í broddi fylkingar sá til þess að mundurinn var aðeins 13 stig í hálfleik, 24-37. Guðbjörg Sverrisdóttir var með 9 stig í hálfleik og Auður Ólafsdóttir 5.



Heiðrún Kristmundsdóttir minnkaði muninn í 28-39 með þriggja stiga körfu í upphafi síðari hálfleiks en eftir það vildu íslensku skotin ekki rata rétta leið því jókst bilið milli liðanna hægt og bítandi þar sem Danir voru að hitta ágætlega. Loks datt munurinn upp í 20 stig og leikar stóðu 40-61 fyrir Dani fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Með veglega forystu fyrir lokasprettinn létu Danir ekkert hindra sig í því að ná sigri. Þær dönsku héldu muninum í kringum 20 stigin allan leikhlutann og höfðu að lokum öruggan 79-56 sigur.

Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 11 stig og 5 fráköst. Heiðrún Kristmundsdóttir var henni næst með 9 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Ljósmynd/ Heiðrún Kristmundsdóttir átti fína spretti með íslenska liðinu í dag en það dugði ekki til gegn Dönum að þessu sinni.

Stelpurnar í U18 léku sinn síðasta leik á mótinu í dag gegn Svíþjóð. Leikjaplan mótsins var þannig að þær spiluðu tvo leiki einn daginn og eiga því frídag á morgun.

U18 liðið tapaði þar með leikjunum sínum fjórum á mótinu en þær sýndu oft góða spretti og fínan körfubolta og þær eiga framtíðina fyrir sér í körfuboltanum um ókomin ár.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Æfingar fóru fram hjá landsliðsúrtaki U18 liði stúlkna um jólin 2008 og var þessi mynd tekin af einni æfingunni í Hveragerði.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið