© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.5.2010 | 16:40 | Kristinn | Yngri landslið
NM: U16 kvenna · Ísland gegn Svíþjóð
Byrjunarliðið Íslands: Lovísa, Margrét Rósa, Hrafnhildur, Eva Rós og Árný Eva.

Leikur Íslands og Svía byrjaði mjög jafnt, ekkert var skorað fyrstu 2 mín. leiksins og liðin skiptust á að skjóta og taka varnarfráköst undir körfum sínum. Ísland komst á blað með fyrstu körfu leiksins og spilaði fína vörn í upphafi. Staðan eftir 5. mínútur var 6:3 fyrir Ísland. Svíar jafna með þrist og Eva Rós svarar hinumegin að bragði. Svíar náðu svo nokkrum hraðaupphlaupum á íslenska liðið. Staðan eftir leikhlutann 14:10 fyrir heimastúlkur. Eva Rós var með 7 stig af þeim 10 sem Ísland hafði skorað.

Annar leikhluti byrjaði rólega líkt og fyrsti leikhluti, eftir fjögurra mínútna leik var staðan 11:16 fyrir Svía. Íslensku stelpurnar gerðu sér lítið þá lítið fyrir og komust fljótlega í 21:18 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik og þar fór Eva Rós í fararbroddi, setti meðal annars tvo þrista niður í röð. Sænsku stúlkurnar voru þó mjög seigar hittu vel rétt fyrir innan þriggjastigalínuna úr flestum sínum færum.

Síðustu mínútuna er staðan 24:31 og Svíar setja niður 4 stig í röð. Íslenska liðið átti svo síðustu sóknina þegar 10 sek. voru eftir og Aníta Eva setti niður körfu eftir gott gegnumbrot um leið og tíminn rann út.

Staðan í hálfleik því 33:28 fyrir Ísland.

Svíar byrja sterkt og skora tvo rista snemma upphafi seinnihálfleiks og körfu að auki og koma sér stigi yfir, 38:39. Lovísa Falsdóttir kemur Íslandi aftur yfir með með körfu eftir gegnumbrot. Eva Rós hélt líka upptæknum hætti og smellti niður þrist sem Svíar svara í næstu sókn á eftir og eins stigs munur Íslandi i vil um miðjan 3. leikhluta. Eftir þetta lék íslenska liðið frábærlega, sóknin gekk frábærlega og við skoruðum körfur af öllum gerðum. Berþóra kom sterk inn og Aníta Eva nýtti sín skot, setti 5 stig og var komin með 12 stig samtals og Eva Rós setti 6 og var með 20 stig. Staðan 51:49 fyrir Ísland.

Í lokaleikhlutanum byrja Svíar á því að jafna og skora í fyrstu sókn eftir að hafa náð þremur sóknarfráköstum. Þær bæta svo við þristi og hraðaupphlaupi á meðan Ísland hitti ekki úr sínum skotum. Staðan 58:51 og 3 mín. búnar af leikhlutanum og 11-0 áhlaup staðreynd. Aníta Sif skoraði fyrstu körfu Íslands með þristi og staðan 60:54. Þá kemur aftur frost í sókn íslenska liðsins og Svíar ná 7-0 áhlaupi og staðan 67:54 og aðeins 3:06 mín. eftir af leiknum. Svíar héldu uppteknum hætti og röðuðu niður skotum fyrir utan.Sænska liðið hitti mjög vel en fékk líka ógrynni af sóknarfráköstum sem leiddu yfirleitt til þess að þær skoruðu í teig Íslands sem var dýrt og erfitt að eiga við. Að auki eftir þrjá jafna leikhluta þar sem Ísland leyddi með þremur stigum gekk ekkert né rak í lokaleikhlutanum og því urðu stelpurnar að sætta sig við tap. Stelpurnar okkar skoruðu aðeins 3 stig gegn 24 sænskum og það gerði út um annars frábæran leik sem hefði getað verið mun jafnari allt til loka.

Lokatölur 54:73 fyrir Svíþjóð.

Stelpurnar í U16 eiga lokaleik sinn á morgun gegn Dönum kl. 07.00 að íslenskum tima. Hann verður í beinni tölfræðilýsingu eins og allir leikirnir á vef www.basket.se.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Vals og Hauka í Laugardalshöll árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið