© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
14.5.2010 | 15:10 | Kristinn | Yngri landslið
NM: U16 ára drengja óstöðvandi · Taplausir í þremur leikjum
Ísland var rétt í þessu að leggja sterkt lið Svía að velli í Solna. Lokatölur voru 68:64 en Valur Orri setti tvö víti niður þegar leiktíminn var búinn. Ísland lék mjög vel, og var „Bílstjórasætinu“ nánast allan leikin ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins.

Ísland keyrði vel á körfuna og hratt upp völlinn. Gott áhlaup í seinnihálfleik lagði grunninn að sigri en Svíar komust ansi nálægt og gátu minnkað munin í eitt stig með vítum þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum.



Strákarni hafa staðið sig frábærlega og hafa sýnt frábæra spilamennsku. Nú stendur yfir leikur U16 stúlkna gegn Svíum og U18 kvenna gegn Dönum. Þeir Martin og Emil Karel fengu smávægilega skurði í leiknum og fóru með Lárusi, fararstjóra, upp á sjúkrahús til að láta hlúa að sárum sínum eins og sannir víkingar.



Martin Hermannsson datt inn á enn einn skotleikinn hjá sér, pilturinn setti 20 stig í leiknum og gaf 3 stoðsendingar en íslenska liðið lék fantagóðavörn og uppskar verðskuldaðan sigur. Nú er staðan þannig að Ísland má tapa með 5 stigum eða minna á morgun gegn Dönum en Svíar hafa samt tryggt sér sæti í úrslitaleiknum. 5 stiga tap eða sigur á morgun tryggir Íslandi sæti í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð á sunnudag.

Heimamenn í Svíþjóð gerðu sjö fyrstu stig leiksins áður en Martin Hermannsson sagði hingað og ekki lengra. Martin komst inn í sendingu, brunaði upp völlinn og lagði boltann í netið til að gera fyrstu stig Íslands í leiknum. Martin og Maciej Baginski voru frískir í íslenska liðinu í upphafi leiks og Íslendingum tókst að minnka muninn í 9-8.

Svíar voru svotil einráðir í fráköstunum í upphafsleikhlutanum og lifðu vel á því að fá tvo til þrjá sénsa í hverri sókn svo þeir leiddu 18-12 að loknum fyrsta leikhluta. Að sama skapi voru skot Íslendinga ekki að vilja niður og þeir bláklæddu máttu vera töluvert grimmari.

Eftir þriggja mínútna leik í öðrum leikhluta hafði aðeins eitt stig verið skorað og staðan 18-13. Martin Hermannsson tók þá til sinna ráða og kom Íslandi í 18-21 með tveimur þristum í röð og þá kom Þorgrímur Kári Emilsson með jákvæða strauma undir íslensku körfuna og lét vel til sín taka á þeim tæpu sjö mínútum sem hann lék í fyrri hálfleik.

Vörn Íslands var skotheld í heilar sex mínútur í öðrum leikhluta og þegar Svíar náðu loks að skora minnkuðu þeir muninn í 20-22 en þá kom strax 8-0 kafli frá Íslendingum og staðan 22-30 Íslandi í vil eftir að Matthías Orri Sigurðarson braust í gegn, skoraði og fékk villu að auki.

Flottur kafli hjá íslenska liðinu en Svíar áttu lokaorðin í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í 27-32 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í byrjun leiks leit út fyrir einstefnu Svía í frákastabaráttunni en Íslendingar hertu róðurinn og bæði lið með 19 fráköst í hálfleik. Martin Hermannsson var með 15 stig í fyrri hálfleik, þar af 3/5 í þristum. Matthías Orri Sigurðarson kom með flotta baráttu af bekknum, gerði 6 stig og stal 3 boltum í fyrri hálfleik.

Martin Hermannsson opnaði síðari hálfleik með þriggja stiga körfu og jók miuninn í 29-35 og skömmu síðar fiskaði Maciej Baginski ruðning á Svía, hélt yfir í sókn og smellti niður þrist. Íslenska vörnin var áfram til fyrirmyndar og var munurinn 41-51 að loknum þriðja leikhluta.

Valur Orri Valsson breytti stöðunni í 41-54 í upphafi fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og góð barátta liðsins hélt áfram. Hægt og bítandi sigu heimamenn nærri og söxuðu forskot Íslands niður í 1 stig, 61-62 þegar tæpar 2 mínútur voru til leiksloka.



Valur Orri Valsson breytti svo stöðunni í 63-66 Íslandi í vil þegar 35 sekúndur voru til leiksloka. Svíar fengu víti á hinum enda vallarins og minnkuðu muninn í 64-66 en náðu sóknarfrákastinu, heimamenn voru óánægðir að fá ekki villu undir lokin þar sem íslenska vörnin náði boltanum og sigurinn í höfn. Valur Orri fór á vítalínuna um leið og leiktíminn var úti og lokatölur reyndust 64-68 Íslandi í vil.

Íslenska liðið á því möguleika á að leika til úrslita gegn Svíþjóð á sunnudag að því gefnu að sigur eða 5 stiga tap eða minna náist á morgun gegn sterku liði Dana.

Martin Hermannsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag með 20 stig og 3 stoðsendingar, Valur Orri Valsson kom næstur með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar og Maciej Baginski átti góðar rispur með 12 stig og 8 fráköst. Þá voru Matthías Orri Sigurðarson og Stefán Karel Torfason einnig sprækir og sterk íslensk liðsheild sem lagði grunnin að góðum og mikilvægum sigri.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Teitur Örlygsson í baráttu við Bjarna Magnússon í leik Njarðvíkur og Grindavíkur.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið