© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.5.2010 | 22:48 | Kristinn | Yngri landslið
NM: Danir höfðu sigur í framlengingu · Myndbrot og myndasafn
Framlengja varð viðureign Íslands og Danmerkur í karlaflokki U18 ára á Norðurlandamótinu í Svíþjóð þar sem Danir reyndust sterkari á endasprettinum.

Lokatölur í þessum fyrsta leik íslenska liðsins voru 74-82 Dönum í vil. Haukur Helgi Pálsson fór fyrir íslenska liðinu með 35 stig og 7 fráköst en það dugði ekki til að þessu sinni. Þá var Bárður Eyþórsson að stýra sínum fyrsta landsleik og mátti sætta sig við tap í eldskírninni.

Haukur Helgi Pálsson kom Íslendingum í 5-4 með þriggja stiga körfu en hélt svo af velli. Í fyrsta leikhluta var honum reyndar í tvígang skipt út af en leikmaðurinn lenti í Svíþjóð skömmu fyrir leik eftir 20 tíma ferðalag frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann stundar nám við Montverde miðskólann. Haukur áttti þó heldur betur eftir að láta að sér kveða í leiknum.

Um miðbik fyrsta leikhluta skiptu Íslendingar í svæðisvörn og héldu sig við þann háttinn út fyrri hálfleik. Danir byrjuðu betur í fráköstunum með stærri og þyngri miðherja en íslenska liðið vann á þar sem Kristófer Acox gaf miðherjum Dana ekkert eftir. Íslenska liðið var nokkuð mistækt í fyrsta leikhluta, fengu dæmd á sig skref og voru að tapa boltanum uppi á miðjum velli svo Danir leiddu 15-22 eftir fyrsta leikhluta.

Haukur Helgi Pálsson splæsti í fimm stig fyrir Ísland í upphafi annars leikhluta og minnkaði muninn í 20-25 og skömmu síðar náði íslenska liðið að jafna 27-27. Gríðarleg barátta var í leiknum og allt of mikill líkamlegur barningur var leyfður sem á köflum var fátt annað en háskaleikur. Kristófer Acox hélt áfram að láta vel til sín taka en hann og Haukur Helgi voru helstu vítamínssprautur íslenska liðsins í dag. Ísland átti lokaorðin í fyrri hálfleik og leiddi 36-33 í hálfleik.

Haukur Helgi Pálsson var með 18 stig í leikhléi og Kristófer Acox var með 8 stig og 6 fráköst.

Félagarnir Haukur Helgi og Kristófer Acox buðu upp á glæsilegt samspil í upphafi síðari hálfleiks sem endaði með troðslu hjá Acox yfir tvo af varnarmönnum Dana. Haukur kom svo með tvo þrista í röð og breytti stöðunni í 44-35 Íslandi í vil, strákurinn sjóðandi heitur en Danir hófu þá endurkomu. Danir söxuðu forystuna jafnt og þétt niður og jörðuðu þrist þegar tvær sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta og staðan 53-50 Íslandi í vil fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Danir jöfnuðu fljótt í upphafi fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og staðan 55-55. Jafnt var á öllum tölum í leikhlutanum en á lokasprettinum virtust Danir ætla að síga framúr en þá komu fjögur íslensk stig í röð og staðan 66-66. Næsta sókn Dana endaði með íslensku frákasti og Frónverjar héldu í síðustu sókn leiksins. Haukur Helgi Pálsson hélt boltanum nánast út síðustu sóknina en sá Odd Ólafsson í betri stöðu, Oddur fór upp endalínuna og tók erfitt skot sem geigaði og því varð að framlengja þar sem staðan var 66-66 eftir venjulegan leiktíma.

Illugi Auðunsson gerði fyrstu stig framlengingarinnar og kom Íslendingum í 68-66 en þá komu sjö dönsk stig í röð og staðan orðin 68-73 Dönum í vil. Náðarhöggið kom svo þegar 1.16 mín. var til leiksloka en þá smelltu Danir niður þrist og breyttu stöðunni í 70-78. Eftirleikur Dana var auðveldur og lokatölur urðu 74-82 Dönum í vil.

Haukur Helgi Pálsson fór mikinn í íslenska liðinu með 35 stig og 7 fráköst en næstur þar á bæ var Kristófer Acox með 14 stig og 7 fráköst. Illugi Auðunsson var svo með 8 stig og 2 fráköst.

Myndbrot úr leiknum og viðtal við Bárð eftir leik
Myndasafn úr leiknum

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ingi Gunnarsson og Birgir Örn Birgis í Kaupmannahöfn í landsliðsferð 1961.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið