© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
12.5.2010 | 17:45 | Kristinn | Yngri landslið
NM: Tap í fyrsta leiknum hjá U18 kvenna gegn Finnlandi
Ísland tapaði naumt 73-66 gegn Finnlandi í fyrsta leik U 18 ára kvennaliðsins á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í dag. Guðbjörg Sverrisdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir voru stigahæstu leikmenn íslenska liðsins, báðar með 15 stig. Ísland gerði heiðarlega tilraun til að komast nærri Finnum á endasprettinum en hafði ekki árangur sem erindi.

Íslenska U 18 ára kvennaliðið fékk óskabyrjun í sínum fyrsta leik er liðið mætti Finnum á NM í Svíþjóð. Ísland komst í 7-0 og þar gerði Sara Mjöll Magnúsdóttir 5 stig á skömmum tíma. Íslendingar voru mun ferskari en Finnar þrátt fyrir að íslenski hópurinn væri svotil nýlentur í Solna. Ísland komst svo í 11-2 áður en Finnar tóku leikhlé.

Eftir leikhléið virtust Finnar vaknaðir og skoruðu 7 stig í röð án þess að Ísland næði að svara og leiddu þær finnsku 18-19 að loknum fyrsta leikhluta.

Framan af öðrum leikhluta var töluvert fjör, hraði og skemmtileg tilþrif og íslenska liðið náði aftur forystunni, 27-25, með þriggja stiga körfu en Finnar völdu fín skot og nýttu færi sín vel og leiddu því 30-39 í hálfleik. Sara Mjöll Magnúsdóttir var komin með 11 stig og 2 fráköst í íslenska liðinu í hálfleik en næst henni var Árný Sif Gestsdóttir með 8 stig.

Varnir beggja liða voru fínar í upphafi síðari hálfleiks og í íslenska liðinu voru þær Heiðrún Kristmundsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir skæðar sem fremstu menn í pressu. Framan af voru Finnar með um 10 stiga forystu en íslenska liðið náði að minnka muninn í 49-45 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svæðisvörn Íslands náði að hægja lítið eitt á Finnum en þeir áttu þó lokaorðið og náðu að rífa muninn aftur upp í 10 stig, 47-57 og þannig stóðu leikar fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Sama hvað íslenska liðið reyndi í fjórða leikhluta áttu Finnar ávallt svör, það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem Ísland fór að nálgast en þá hafði farið of mikið púður úr liðinu og lokatölur reyndust 73-66 Finnum í vil.

Þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Sara Mjöll Magnúsdóttir voru stigahæstu leikmenn íslenska liðsins, báðar með 15 stig. Árný Sif Gestsdóttir gerði 9 stig og Heiðrún Kristmundsdóttir bætti við 8 stigum.

U 18 ára kvennaliðið mætir svo Svíum á morgun kl. 14:30 að íslenskum tíma.

Myndbrot úr leiknum og viðtal við Margréti eftir leik

Myndasafn úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð unglingalandsliðs kvenna á mót í Nicosiu á Kýpur árið 1999.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið