© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.2.2010 | 13:20 | Kristinn
Besti evrópski leikmaður ársins 2009
Pau varð evrópumeistari með Spáni og NBA meistari með Lakers
FIBA Europe mun að venju útnefna bestu leikmenn ársins 2009 og nú fer að líða að því. Búið er að kjósa en það voru bæði almenningur og dómnefnd sem kusu og nú fer að styttast í að úrslitin verði kunngjörð.

Mánudaginn 8. febrúar verður tilkynnt hver er besti ungi leikmaður kvenna og svo þann 10. verður tilkynnt um besta unga leikmann karla. Valið stóð milli leikmanna sem eru fæddir 1989 og síðar.

Ricky Rubio hlaut útnefninguna síðastliðin tvö ár í karlaflokki og Gintare Petronyte í kvennaflokki.

Föstudaginn 12. febrúar og mánudaginn 15. febrúar verður svo tilkynnt um úrslit í kvenna- og karlaflokki. Það var Pau Gasol hinn spænski sem sigraði í fyrra ásamt Mariu Stepanovu frá Rússlandi.

Hægt er að sjá útnefningar í kjörinu á vef fibaeurope.com en meðal þeirra sem eru tilnefndir í karlaflokki eru til dæmis þeir Pau Gasol, Dirk Nowitzki, Hedo Turkoglu, Tony Parker og Vassilis Spanoulis.

Úrslit síðustu ára
Karlar:
2008: Pau Gasol
2007: Andrei Kirilenko
2006: Theo Papaloukas
2005: Dirk Nowitzki

Konur:
2008: Maria Stepanova
2007: Anete Jekabsone-Zogota
2006: Maria Stepanova
2005: Maria Stepanova

Besti ungi leikmaður karla:
2008: Ricky Rubio
2007: Ricky Rubio
2006: Rudy Fernandez
2005: Nikolaos Zisis

Besti ungi leikmaður kvenna:
2008: Gintare Petronyte
2007: Sonja Petrovic
2006: Sandrine Gruda
2005: Anete Jekabsone
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið