© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.11.2001 | 9:37 | bl
FNV og ML sigurvegarar í framhaldsskólamóti KKÍ
Um síðustu helgi fór fram framhaldsskólamót í körfuknattleik á Laugarvatni. Mótið var á vegum KKÍ en það voru félagar úr Ungmennafélagi Laugdæla sem sáu um framkvæmd mótsins. Einnig var haldin þriggjastiga keppni í karla- og kvennaflokki.

Þátttaka á mótinu var ekki eins góð og vonast var til en á mótinu var mikið úrval góðra leikmanna og spilaður var skemmtilegur körfubolti.

Úrslitaleikur í karlaflokki var á milli Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki. Sauðkrækingar mættu sterkir til leiks og sigruðu nokkuð örugglega 106-78, í stórskemmtilegum leik þar sem Axel Kárason leikmaður úrvalsdeildarliðs Tindastóls fór mikinn og skoraði sex þriggja stiga körfur og 45 stig alls.

Í úrslitaleik í kvennaflokki var Suðurlandsslagur þar sem lið Menntaskólans að Laugarvatni bar sigur úr býtum í leik gegn grönnum sínum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Lokatölur urðu 59-30.

Í þriggja stiga keppninni var það Axel Kárason FNV sem sigraði í karlaflokki og hlaut 14 stig af 20 mögulegum, en í kvennaflokki sigraði Sunna B. Reynisdóttir ML og hlaut hún 15 stig af 20.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Rúnar Gíslason, dómari, bíður þess að boltinn komi niður eftir vítaskot frá Guðmundi Ásgeirssyni leikmanni Grindavíkur.  Myndin er tekin í leik Grindavíkur og Þórs Ak, 16. desember 2001.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið