© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.11.2001 | 22:34 | óój
Njarðvíkingar Kjörísbikarmeistarar
Íslandsmeistarar Njarðvíkinga urðu Kjörísbikarmeistarar í fyrsta sinn eftir 40 stiga sigur á Keflavík, 109-69, í úrslitaleik í Smáranum í dag. Njarðvík komst í gær í fyrsta sinn í gegnum undanúrslitin í sjöttu tilraun og varð í dag fjórða félagið til að vinna titilinn sem fyrsta var leikið um haustið 1996. Keflvíkingar komust aldrei yfir í leiknum, Njarðvík leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 25-13, með 30 stigum í hálfleik, 56-26 og 36 stigum eftir þriðja leikhluta, 79-43. Njarðvíkurliðið vann fráköstin 57-27 og gerði 14 þriggja stiga körfur í leiknum.

Brenton Birmingham gerði 30 stig fyrir Njarðvík auk þess að taka 9 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Brenton nýtti öll tíu víti sín og hitti úr 8 af 13 skotum utan af velli. Logi Gunnarsson skoraði 19 stig, Sævar Garðarsson gerði 17 á 20 mínútum, Ragnar Ragnarsson var með 12 stig og Friðrik Stefánsson gerði 12 stig og tók 20 fráköst, þar af 9 í sókn. Teitur Örlygsson gerði 8 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 20 mínútum en sat á bekknum og fylgdist með sínum mönnum síðustu 14 mínútur leiksins. Páll Kristinsson var með 8 stig og 9 fráköst.

Hjá Keflavík skoraði Damon Johnson mest eða 24 stig, Jón N. Hafsteinsson varð með 11 stig og 9 fráköst og Davíð Þór Jónsson gerði 8 stig.

Úrslitaleikir 1996-2001
1996: Keflavík-KR 107-101
1997: Keflavík-Tindastóll 111-73
1998: Keflavík-Grindavík 88-81
1999: Tindastóll-Keflavík 80-69
2000: Grindavík-KR 96-73
2001: Njarðvík-Keflavík 109-69
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
8.-10. flokkur stúlkna hjá Val að undirbúa sig fyrir leik á móti í Gautaborg í Svíþjóð. Valur vann leikinn 26-24. Liðið komst í b-úrslit á mótinu en gat ekki spilað úrslitaleikinn þar sem að ferðaskrifstofa liðsins gerði ekki ráð fyrir að liðið færi svona langt. Stelpurnar þurftu því að halda heim til Íslands áður en mótið kláraðist.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið