© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.11.2001 | 10:19 | rg
Leifur fær þrjá leiki í Þýskalandi
Eins og lesendur heimasíðu Körfuknattleikssambandsins hafa fengið fréttir af hefur Leifur S. Garðarsson fengið mörg verkefni frá FIBA nú í haust, og þeim fjölgar enn.
Í vikunni fékk Leifur úthlutað þremur leikjum í Þýskalandi dagana 11.- 13. desember.
Þegar þeim verkefnum er lokið hefur Leifur dæmt 8 leiki á vegum FIBA í haust sem eru fleiri leikir en íslenskur dómari, staðsettur á Íslandi, hefur áður fengið á einu keppnistímabili í Evrópukeppnum.

Ballið hófst um miðjan október þegar Leifur dæmdi tvo leiki í Korac Cup, Evrópukeppni félagsliða, í Belgíu, leiki Telindus Mons Hainau frá Belgíu gegn Herzogtel Trier frá Þýskalandi, og BBC Bree frá Belgíu gegn BC Fuenlabrada frá Spáni.
Þann 28. nóvember næstkomandi mun Leifur svo dæma leik tveggja liða sem eru Íslendingum kunn, það er leikur Írlands gegn Makedóníu sem fram fer á Írlandi og er leikur liður í riðlakeppni Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Svíþjóð haustið 2003.
Vikuna á eftir fer Leifur til Frakklands þar sem hann dæmir leik franska liðsins Strasbourg IG gegn Snaidero Basketball Udinese frá Ítalíu í Saporta Cup, Evrópukeppni bikarhafa, þar sem Strasbourg hefur unnið alla sína leiki. Hinn leikurinn er svo á milli SLUC Nancy Basket frá Frakklandi og annars ítalsks liðs, Scaligera frá Verona á Ítalíu í Evrópukeppni félagsliða, en bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í riðlinum.

Nú á föstudaginn var Leifur valinn til að dæma þrjá leiki í Þýskalandi. Þeir eru vikuna eftir Frakklandsferðina. Það eru leikir Telekom Basket Bonn gegn Anwiil frá Póllandi í Saporta Cup þann 11. desember, lið sem eru í toppslagnum í C-riðli. Þann 12. desember er það leikur Bayer Leverkusen gegn Telindus Mons Hainau frá Belgíu í Korac Cup en þýska liðið vann fyrsta leik sinn í riðlinum en belgíska liðið tapaði.
Loks er það rúsínan í pylsuendanum þann 13. desember, leikur Gold-Zack Wuppertal gegn CJM Bourges Basket frá Frakklandi í Euroleague kvenna, Meistaradeild kvenna, en franska liðið er á toppnum í sínum riðli. Þessi lið eru meðal þeirra allra sterkustu í kvennaboltanum í Evrópu og hafa bæði liðin fagnað Evrópumeistaratitlinum og Bourgesstúlkur eru ríkjandi meistarar. Hér er því um að ræða algjöran toppleik og mikil viðurkenning fyrir Leif að vera valinn til að dæma hann.

Á þremur vikum mun Leifur dæma 6 leiki í þremur mismunandi löndum og eru þá ekki taldir með þeir leikir sem hann mun væntanlega dæma hér heima. En vonandi er fyrir íslenska körfuknattleiksmenn að þeir fái notið dómgæslu Leifs áfram, að verkefni á erlendri grundu verði ekki of tímafrek.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Pétur Hrafn Sigurðsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ á góðri stundu á lokahófi KKÍ 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið