© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.10.2009 | 22:17 | Stefán
Frábær dagur í Smáralind
Körfuboltadagurinn fór fram í dag í Vetrargarðinum í Smáralind. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er haldinn en miðað við mætinguna og stemninguna er ljóst að hann verður aftur að ári.

Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Vetrargarðinn í dag þar sem búið var að koma fyrir heilum körfuboltavelli ásamt nokkrum körfum. Keppt var í ýmsum skotleikjum og þrautabrautin var afar vinsæl. Einnig voru Meistaraleikirnir kynntir en þeir verða á morgun í DHL-höllinni. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði leiksins til góðgerðarfélags og að þessu sinni styrkir KKÍ Neistann styrktarfélag hjarveikra barna.

Fingraspuni
Keppt var í fyrsta skipti í Fingraspuna en það var ungur Kópavogsbúi sem bar sigur úr býtum en hinn 12 ára gamli Snorri Vignisson reyndist flinkastur að halda boltanum á puttanum á meðan boltinn snérist.

Meistarar meistaranna
Hluti af dagskrá dagsins var kynning á leikjum morgundagsins í Meistara meistaranna. Leikmenn frá liðunun sem keppa á morgun og reyndu þau fyrir sér í þrautabrautinni og í stinger. Í þrautabrautinni reyndi á blöndu af knattraki, skottækni og sendingartækni. Heather Ezell, leikmaður Íslandsmeistara Hauka, var fljótust á tímanum 18.5 sekúndum.

Stingerinn var afar spennandi og skemmtilegar taktar sáust. Í lokin vann Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, Finn Magnússon úr KR. Með þeim í undanúrslitum voru Jovan Zdravevski úr Stjörnunni og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr KR.

Gestir fengu að reyna sig á þrautabrautinni eftir að leikmenn meistaraliðanna voru búin að spreyta sig. Körfurnar voru lækkaðar fyrir þá yngstu og úr varð afar spennandi keppni. Kristófer Canon úr Stjörnunni varð fljótastur allra en hann fór brautina á ótrúlegum 13.1 sekúndu.

KKÍ vill þakka þeim fjölda sjálfboðaliðum, sem hjálpuðu við að gera þennan dag eins skemmtilegan og hann var, ásamt þeim þúsundum gesta sem lögðu leið sína í Vetrargarðinn.

Myndasafn frá deginum skemmtilega á Karfan.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið