© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.9.2009 | 9:58 | Kristinn | FIBA
EM 2009: Skýrist í dag hverjir mætast i 8-liða úrslitum
Í dag lýkur milliriðlunum á EM í Póllandi með þremur leikjum. Nú er ljóst að Frakkland, Rússland, Grikkir og Króatar fara áfram úr sínum riðli og því aðeins spurning hver mætir hverjum í úrslitunum.

Sæti í úrslitunum er í húfi þegar Spánn og gestgjafar Póllands mætast í dag kl. 16.15. Það lið sem sigrar fer áfram í úrslit þar sem nokkuð líklegt er að Serbía sigri Litháa.

Litháenska liðið er á heimleið þó þeir eigi eftir einn leik í dag. Því mun innbyrðis úrslit úr leiknum í dag ráða því hvort Spánn eða Pólland fari áfram.

Serbía stefnir á sigur til að eiga kost á að hækka sig upp um sæti í milliriðlinum. Litháen spilar upp á heiðurinn og munu eflaust leggja sig alla fram í að ná sigri þrátt fyrir mikil vonbrigði með gengi sitt á mótinu.

Tyrkland eru ósigraðir eins og Frakkar og munu mæta sínum helstu keppunautum í riðlinum, liði Slóveníu, í lokaleik dagsins. Með sigri enda Tyrkir í efsta sæti síns riðils en tapi þeir fara Slóvenar uppfyrir þá í fyrsta sætið.

HM á Tyrklandi 2010 í húfi
Efstu sex sætin á mótinu fara beint á Heimsmeistarmótið á næsta ári sem fram fer í Tyrklandi. Það er því gríðarlega mikilvægt að komast áfram úr sínum riðli til að eiga möguleika á að komast þangað.

Á HM leika 24 lið. Tyrkland og Bandaríkin eru búinn að tryggja sér sæti sem gestgjafar og Ólympíumeistarar. Frá Afríku hafa Angóla, Fílabeinsströndin og Túnis tryggt sér þau þjú sæti sem koma þaðan. Frá Asíu munu Kína, Íran og Jórdanía leika á HM auk Ástralíu og Nýja Sjálandi frá Eyjaálfu.

Keppni í Suður-Ameríku lauk 6. september og þar sem Brasilía sigraði keppnina eftir úrslitaleik gegn Púertó Ríko. Argentína lenti í þriðja sæti eftir sigur á Kanada. Þessi lið tryggðu sér þau fjögur sæti sem voru í boði beint á HM.

Það á því bara eftir að útskýrast á EM hvaða sex lið koma þaðan auk þess sem FIBA mun útnefna fjögur "wild card" lið til að taka þátt á mótinu en það mun skýrast 13. desember hvaða þjóðir það verða.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ármenningar fagna langrþáðum Íslandsmeistaratitli með því að tollera félaga sinn, Birgi Örn Birgis, sem var að fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á 17 ára ferli.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið