© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.8.2009 | 22:04 | fararstjori | Yngri landslið
Ægir Þór Steinarsson stoðsendingahæstur á EM
Ægir Þór Steinarsson fyrirliði í vígahug fyrir NM
Fyrirliðið íslenska liðsins Ægir Þór Steinarsson endaði stoðsendingahæstur á evrópumóti U-18 ára landsliða sem fram fór í Sarajevo. Svíar sigruðu Pólland 87-71 en bæði lið tryggðu sér sæti í A-deild á næsta ári.

Ægir Þór Steinarsson fyrirliði íslenska liðsins var með eina stoðsendingu eftir fyrstu tvo leikina og deildu menn um hvernig vinnubrögðin í tölfræðinni væri hér úti. Lag kom á og fóru tölurnar hjá leikstjórnendum liðanna að aukast. Ægir Þór gaf 29 stoðsendingar í síðustu þremur leikjunum og endaði með 5.5 að meðaltali en næsti leikmaður var í Montenegro með 5.3 að meðaltali.

Úrvalslið mótsins var valið rétt áðan eftir sigurleik Svía þar sem verðlaunaafhendingin fór fram. Liðið var eftirfarandi:

Leikstjórnandi: Andreas Person Svíþjóð
Bakvörður: Sebastian Szymanski Póllandi
Bakvörður: Christopher Czerapowicz Svíþjóð
Framherji: János Eilingsfeld Ungverjalandi
Miðherji: Nemanja Radovic Montenegro

Christopher Czerapowicz Svíþjóð var svo útnefndur MVP

Íslenska liðið heldur af stað heim í nótt en ferðalagið er langt og strangt, ekki verður liðið komið heim fyrr en á þriðjudag. Hópurinn er í góðu standi og tilbúnir í ferðalagið.

Allar helstu upplýsingar um liðin og tölfræði á mótinu er að finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kolbrún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari KR, hugar að meiðslum Darra Hilmarssonar í leik gegn Haukum í febrúar 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið