S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
2.8.2009 | 13:39 | fararstjori | Yngri landslið
20 stiga sigur á Dönum og ísland í 13. Sæti
Íslenska liðið hefur lokið leik með því að sigra fjóra síðustu leikina
Eftir að hafa sigrað Dani 99-80 á fimmtudag mættust liðin á ný í úrslitaleik um 13. Sætið á mótinu. Íslensku strákarnir hófu leikinn í maður og mann vörn og var jafnræði á milli liðanna en góð færi fóru forgörðum. Ingi þór þjálfari skipti mikið enda hitinn 40°C og óbærilegt að spila í svona hita. Strákarnir voru undir mest 3 stig en leiddu 24-22 eftir fyrsta leikhluta þar sem Haukur Helgi skoraði 7 stig og fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson reif niður 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Í öðrum leikhluta hófu strákarnir að pressa en náðu ekki að rífa danina frá sér þar sem þeir náðu of oft sóknarfrákastinu. Ísland leiddi leikinn og náðu svo í lok fyrri hálfleiks góðu forskoti 40-31 sem var staðan í hálfleik. Í þriðja leikhluta léku strákarnir svæðisvörnina af krafti og pressuðu, munurinn fljótlega kominn í átján stig og miklar mannabreytingar í gangi til að halda ferskum fætum inná. Strákarnir misstu forystuna niður í níu stig en eftir snarpt leikhlé snéri liðið muninum aftur fljótlega í fimmtán stig sem var staðan eftir þrjá leikhluta 65-50. Í fjórða leikhluta sýndu íslensku strákarnir áfram grimmd og komu allir leikmenn við sögu og stóðu vaktina vel, munurinn fór mest í 21 stig og flottur sigur í höfn á dönum. Haukur Helgi Pálsson hefur leikið síðustu þrjá leiki verkjalaus í hné og munar kappan um minna, 27 stig og frábær skotnýting á tæplega 32 mínúturm. Trausti Eiríksson hefur verið jafnbesti leikmaður mótsins en kappinn reif niður 16 fráköst og var útum allan völl. Ægir Þór Steinarsson var nálægt tvöfaldri tvennu en hann skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hann er á topp tveimur í stoðsendingum á mótinu. Tómas Heiðar Tómasson átti tilþrif leiksins þegar kappinn reyndi við magnaða troðslu sem misfórst en í næstu sókn smellti hann þrist og fékk villu að auki á stigahæsta leikmann mótsins Thomas Lærke en hann skoraði einungis 9 stig í dag. Liðið spilaði sem ein heild í dag og hefur verið mikill stígandi í liðinu. Hópurinn hefur verið landi og þjóð til mikilla sóma utan sem innan vallar. Stigaskor leikmanna: Haukur Helgi Pálsson 27 stig, Tómas Heiðar Tómasson 14, Ægir Þór Steinarsson 11, Sigurður Þórarinsson og Haukur Óskarsson 8, Ragnar Ágúst Nathanelsson 6, Arnar Pétursson 5, Trausti Eiríksson 4, Þorgrímur Guðni Björnsson, Arnþór Freyr Guðmundsson og Daði Berg Grétarsson 2. Björn Ingvi Tyler Björnsson náði ekki að skora. Tölfræði leiksins |