© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.7.2009 | 16:20 | fararstjori | Yngri landslið
Leikið gegn Georgíumönnum á laugardag
Trausti Eiríksson hefur verið afar drjúgur í leik íslenska liðsins.
Í dag er hvíldardagur á EM í Sarajevo en íslenska liðið æfði fyrir lokaátökin. Liðið er í baráttu um 13. sætið og eru strákarnir staðráðnir að sigra þá tvo leiki sem eftir eru. Á morgun laugardag leika strákarnir gegn Georgíu klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá leiknum hér.

Svíþjóð og Pólland hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum gegn Englandi og Montenegro en bæði lið voru í sama riðli og ísland. Heitt er í veðri í Sarajevo og fór liðið í sund til að kæla sig niður en í kvöld mun liðið borða saman á bosnískum veitingastað.

Ægir Þór Steinarsson fyrirliði liðsins lék slappur í gær og æfði hann ekki með liðinu í dag vegna þess, kappinn ætlar hinsvegar að hrista þetta af sér og leika til sigurs gegn Georgíumönnum á morgun. Haukur Helgi Pálsson lék verkjalaus í gær og er sprækur fyrir lokaátökin.

Það fer vel um liðið á Hótel Hollywood og aðstæður stórfínar.

Kveðja frá Sarajevo
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sverrir Hjörleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, tekur hér við sigurlaununum frá Iceland Express. Sverrir er faðir Guðbjargar, sem varð Íslandsmeistari með Haukum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið