© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.7.2009 | 17:03 | fararstjori | Yngri landslið
Magnaður sigur á Ungverjum
Ægir Þór Steinarsson fyrirliði lék vel, skoraði 12 stig og gaf 9 stoðsend
Íslensku strákarnir sigruðu Ungverja 77-84 í Slavija íþróttahúsinu eftir að hafa verið undir í hálfleik 45-41. Stigahæstur var Tómas Heiðar Tómasson með 18 stig.

Íslenska liðið lék vel í dag og komu allir leikmenn liðsins við sögu í leiknum sem nýttist liðinu vel á lokakaflanum í dag.

Hitinn var um 32°C og lak svitinn af leikmönnum í salnum í Slavija. Mikið jafnræði var á milli liðanna í upphafi og var hittni beggja liða utan af velli ekki góð, Janos Eilingfeld var íslensku strákunum erfiður en kappinn vel byggður og gríðarsterkur undir körfunni. Stigaskorið hjá íslenska liðinu dreifðist vel og léku tíu leikmenn í fyrsta leikhluta. Staðan 23-20 ungverjum í vil eftir þann fyrsta. Í öðrum leikhluta smellti Tómas Tómasson niður mikilvægum þristum þar sem Ungverjar voru um það bil að ná forystu en þeir leiddu mest með sex stigum í fyrri hálfleik. Íslenska liðið skipti úr maður á mann í pressuvörn sem gaf vel, staðan í hálfleik 45-41 en Haukur Helgi fékk gríðarlega gott tækifæri á að minnka muninn í eitt stig á lokasekúndunni.

Strákarnir fóru vel yfir málin í hálfleik og ætluðu sér að bæta fráköst og reyna að hægja á tröllinu Janos. Frábær barátta í liðinu skilaði þeim forystu um miðjan leikhlutan og rúlluðu allir leikmenn inn af bekknum, staðan 64-63 og leikurinn að snúast íslendingum í vil. Varnarleikur íslenska liðsins í fjórða leikhluta var magnaður þar sem Ungverjar skoruðu einungis 13 stig og frákasta baráttan var íslendinga. Ægir Þór stýrði liðinu vel skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og reif niður 7 fráköst, Ægir er orðinn annar stoðsendinga hæstur leikmaðurinn á mótinu með 3.8 að meðaltali. Þeir Haukur Óskarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru með sýningu fyrir utan þriggjastiga línuna á tímabili, saman hittu þeir 9 þristum þar af sex á stuttum tíma í þriðja og fjórða leikhluta. Haukur Helgi Pálsson og Trausti Eiríksson voru frákasta hæstir með 9 fráköst og sýndu mikin styrk í þeirri baráttu. Íslensku strákarnir leiddu síðustu sjö mínúturnar af leiknum og náðu muninum mest í tíu stig 74-84 en þristur á lokasekúndunni frá Ungverjum lagaði stöðuna í sjö stig og lokatölur 77-84.

Breidd liðsins kom sér vel í dag og skipti sköpum hvað allir leikmenn komu sterkir inná, liðið pressaði stóran part af leiknum og tók það mikla orku. Góður sigur en nú þarf að klára Dani á morgun og sjá hvort það dugi til að leika um sæti 9-13.

Stigaskor íslenska liðsins: Tómas Heiðar Tómasson 18 stig, Haukur Óskarsson 17, Haukur Helgi Pálsson 15 og 9 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 12 stig, 9 stoð og 7 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson og Sigurður Þórarinsson 6, Daði Berg Grétarsson 4 stig, Trausti Eiríksson 4 stig og 9 fráköst og Björn Ingvi Tyler Björnsson 2.

Tölfræði leiksins

Finnar sigruðu Dani í leik þar sem Danska liðið leiddi 90% af leiknum. Staðan í riðli íslendinga er flókin og geta öll liðin enn farið áfram í leikina um sæti 9-13.

Finnar leika gegn Ungverjum klukkan 12:45 að íslenskum tíma en Íslendingar gegn Dönum klukkan 15:00.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Logi Gunnarsson reynir að peppa strákana upp fyrir landsleik gegn Finnum í Laugardalshöll 6. september 2006
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið