© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.7.2009 | 14:41 | fararstjori | Yngri landslið
Svíar fengu huggulega sumargjöf
Daði Berg Grétarsson og félagar lögðu sig fram en það dugði ekki til SÖA
Íslenska 18 ára liðið tapaði fyrir stundu fyrir sterku liði Svía 76-62 eftir að hafa leitt nánast allan leikinn og í hálfleik 29-34, en leikur liðsins hrundi á lokakaflanum. Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 25 stig.

Það er því ljóst að liðið leikur um sæti 9-21. Það kemur ekki í ljós hverjir mótherjarnir verða fyrr en seint annað kvöld.

Íslensku strákarnir voru vel stemmdir fyrir leikinn og byrjuðu vel, leiddu leikinn allan fyrsta leikhlutan og voru yfir 14-21 þar sem Haukur Helgi skoraði 10 stig og Tómas Tómasson skoraði 9. Fráköstin voru strákunum til vandræða en barátta í vörninni náðu að skapa forystuna. Svíar áttu oft á tíðum fjölmarga möguleika til að skora og sáum um að möguleiki íslensku strákana væri sjaldan meiri en einn. Svíar tóku 16 fráköstum fleiri í fyrrihálfleik og var Alexander Lindqvist að spila vel fyrir þá. Svíar náðu að minnka muninn í fimm stig eftir að fleiri leikmenn í íslenska liðinu sáu um stigaskorunina. Staðan í hálfleik 29-34 Ísland í vil.

Þriðji leikhluti var mjög sveiflukenndur, Svíar minnkuðu muninn og komust yfir þar sem íslensku strákarnir gáfu þeim auðvelda tapaða bolta beint í hendurnar og svíar komnir yfir 46-41. Frábær kafli hjá íslenska liðinu kom þeim aftur yfirr og leiddi liðið 50-52 eftir þrjá leikhluta. Fyrstu þrjár mínúturnar leiddu strákarnir mest með fjórum stigum en síðustu sjö mínúturnar náðu svíar að stela boltanum ítrekað úr höndunum á íslensku leikmönnunum og fengu auðveldar körfur. Á sama tíma var liðinu fyrirmunað að klára sniðskot en fimm slík á stuttum kafla fóru forgörðum og svíar stungu af, lokatölur 76-62.

Möguleiki strákanna að komast áfram er þar með endanlega farin og nú er bara að bíða eftir að sjá síðustu leiki í riðlakepnninni klárast og vita hverjir mótherjar íslensku strákanna verða í keppninni um sæti 9-21.

Liðið lagði sig fram en það var ekki nóg að þessu sinni, Svíar tóku 48 fráköst gegn 27 íslenskum og tapaðir boltar voru liðinu mjög dýrir.

Liðið hvílir nú næstu tvo daga og verður sá tími notaður til að hlaða batteríin og laga eymsli sem leikmenn hafa lent í, í fyrstu fjórum leikjunum.

Tölfræði leiksins

Kveðja frá Sarajevo
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Helgi Jónas Guðfinnson var í strangri gæslu, hér í leik gegn Ítalíu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið