© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.7.2009 | 17:30 | fararstjori | Yngri landslið
Tap fyrir Finnum í undarlegum leik
Sigurður Þórarinsson var stigahæstur með 11 stig í dag
Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leik í gær og töpuðu fyrir Finnum 67-55 þar sem sóknarleikur liðsins brást algjörlega. Sigurður Þórarinsson var stigahæstur með 11 stig.

Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum og var því mikið undir í leiknum. Bæði lið hittu skelfilega í byrjun en varnarleikur íslensku strákanna var feykilega góður, liðið frákastið vel. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 7-7 og segir sú staða allt um sóknarleik liðanna. Í öðrum leikhluta komust Finnar yfir 19-15 en góður lokakafli íslensku strákanna í lok annars leikhluta kom þeim yfir þegar að Daði Berg Grétarsson skoraði um leið og leiktíminn rann út einu þriggja stiga körfu fyrri hálfleiks og staðan 21-28. Bæði lið voru 1-21 í þriggja stiga. Haukur Helgi Pálsson fékk sting í hnéið og gat ekki leikið nema 15 mínútur í leiknum og er óvíst með kappann í framhaldinu.

Í síðari hálfleik byrjuðu Finnarnir mjög vel og hittu úr sínum fyrstu þriggja stiga tilraunum en þeir smelltu þremur þristum gegn svæðisvörn íslensku strákana. Finnar leiddu leikinn en varnarbaráttan skilaði sér og staðan eftir þrjá leikhluta 45-43 Finnum í vil eftir þrjá leikhluta. Í fjórða leikhluta skoruðu íslensku strákarnir einungis þrjú stig á fyrstu fimm mínútunum á meðan Finnarnir settu niður stórar körfur, staðan 56-46. Það var sama hvað reynt var ekkert gekk upp og sigur Finna 67-55 staðreynd.

Draumur strákanna um að spila um efstu átta sætin er nánast úr sögunni og því markmið hópsins breytt, en liðið á eftir að spila tvo leiki gegn sterkum Slóvökum og Svíum. Orka leikmanna er fljót að fara í þessum aðstæðum og hópurinn að upplifa aðstæður sem þeir eru ekki vanir. Hitastigið í dag var 41°C.

Stigaskor leikmanna: Sigurður Þórarinsson 11 stig, Tómas Tómasson 9, Ægir Þór Steinarsson 9 og 6 fráköst, Haukur Óskarsson 8, Arnþór Freyr Steinarsson 8, Haukur Helgi Pálsson 4 og 6 fráköst á 15 mín, Daði Berg Grétarsson og Þorgrímur Guðni Björnsson 3 stig hvor.

Leikurinn á morgun gegn Slóvökum er klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Brynjar Þór Björnsson við það að jafna leikinn við lok venjulegs leiktíma í oddaleik KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar 2007.  Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson koma engum vörnum við.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið