© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.7.2009 | 8:00 | FÍR | Yngri landslið
U-18 ára landslið karla á leið til Sarajevo
Liðið varð Norðurlandameistari í maí sl.
U-18 ára landslið karla er á leið til Sarajevo í Bosníu til að taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst fimmtudaginn 23. júlí.

Hópurinn lagði af stað klukkan 07:00 í morgun og er ferðinni heitið til London þar sem gist verður í eina nótt. Á miðvikudag verður svo flogið til Sarajevo með millilendingu í Belgrade.

Þetta er langt og strangt ferðalag en hópurinn kemur aftur heim 4. ágúst.

Fyrsti leikur liðsins verður gegn Póllandi á fimmtudagskvöld en liðið er auk þess með Slóvakíu og frændum okkar Svíum og Finnum í riðli sem eru ekki ókunnug lið þar sem leikið var gegn þeim á Norðurlandamótinu í maí síðastliðnum. Íslenska liðið varð eins og ferskt er í minni Norðurlandameistari.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Arnar Pétursson • Breiðablik
Arnþór Freyr Guðmundsson • Fjölnir
Björn Ingvi Tyler Björnsson • Fjölnir
Daði Grétarsson • ÍR
Haukur Óskarsson • Haukar
Haukur Pálsson • Fjölnir
Ragnar Nathanelsson • Hamar
Sigurður Þórarinsson • Skallagrímur
Tómas Tómasson • Fjölnir
Trausti Eiríksson • Skallagrímur
Þorgrímur Guðni Björnsson • Valur
Ægir Þór Steinarsson • Fjölnir

Ingi Þór Steinþórsson • Þjálfari
Erlingur Hannesson • Fararstjóri
Gunnlaugur Bríem • Sjúkraþjálfari

Hægt verður að fylgjast með gangi mála þar sem m.a. allir leikir verða í beinni tölfræðilýsingu hér

Einnig verða fréttir frá hópnum á heimasíðunni kki.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið