© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
5.6.2009 | 17:19 | Kristinn
Tvölaldur sigur í dag á Kýpur
Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands sigruðu í leikjum sínum í dag. Konurnar léku við heimastúlkur í Kýpur í úrslitaleik um silfrið á leikunum. Ísland vann 51:61 í seiglu sigri.

Dómarar leiksins voru báðir frá Grikklandi og voru "erfiðir" að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ og fararstjóra í ferðinni. Þeir leyfðu Signýju og Helenu lítið og Kristrún hvíldi. Aðrir leikmenn stigu upp og því silfrið í höfn. Aðeins slæmur leikur gegn Möltu í upphafsleik mótsins kom í veg fyrir að Ísland hefði sigrað mótið.

Stigahæstar í íslenska liðinu í dag voru þær Helena Sverrisdóttir með 19 stig og 5 stoðsendingar og Birna Valgarðsdóttir með 15. Báðar tóku þær einnig 8 fráköst.

Strákarnir léku við San Marínó og unnu fyrirhafnalítinn sigur 93:39 þar sem margir leikmenn hvíldu fyrir lokaleikinn á morgun gegn Lúxemborg, en sá leikur er snemma og með sigri þar tryggjum við okkur 2. sætið á leikunum.

Stigahæstir í dag hjá voru þeir Páll Axel með 15 stig, Sigurður Þorsteinsson 14 stig og Logi með 13 stig. Sigurður Þorvaldsson lék í tæpar 10 mínútur en tók 12 fráköst á þeim tíma.

Strákarnir leika á morgun kl. 08.00 að íslenskum tíma.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari karla ásamt aðstoðarmönnum í æfingaferð A-landsliðs karla til Ungverjalands 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið