© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.5.2009 | 8:51 | Stefán | Yngri landslið
Strákarnir enduðu í þriðja sæti
Strákarnir í U-16 kláruðu mótið hjá sér með stæl þegar þeir lögðu Finna að velli í leik um þriðja sætið en Finnarnir unnu viðureign liðanna fyrr í vikunni.

Byrjunarlið Íslands: Oddur Birnir Pétursson, Arnar Björnsson, Snorri Hrafnkelsson, Kristófer Acox og Valur Valsson.

Strákarnir voru vel stemmdir í leiknum sem fór fram í íþróttahúsinu í Vasalund en þeir komust í 11-2. Reyndar var fyrsta karfan finnsk en eftir það voru öll stig íslensk. Þeir héldu áfram að keyra á körfu Finnana sem þó aðeins að minnka muninn áður en leikhlutinn var úti og staðan 16-9.

Í öðrum leikhluta dróst saman með liðunum en Ísland ávallt með forskotið. Finnland komst yfir 23-24 en aðeins í skamma stund þar sem Ísland skoraði síðustu fjögur stigin en þar voru að verki Arnar Björnsson og Snorri Hrafnkelsson og tryggðu þeir Íslandi þriggja-stiga forskot í hálfleik 27-24.

Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Ísland þó ávallt feti framar. Finnland jafnaði 29-29 og komust yfir 31-32 en þá komu sex stig í röð frá Íslandi og þeir leiddu 37-31. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og var staðan 45-44 fyrir Íslandi eftr þrjá leikhluta.

Í lokaleikhlutanum komust Finnar í 47-49 en strákarnir náðu að kreista fram forskotið á ný og unnu í hörkuleik 64-58.

Sigur Íslands var mjög góður en með honum tryggðu strákarnir sér þriðja sætið. Þeir unnu sterkt finnskt lið sem vann Ísland fyrr í vikunni. Einar Árni spilaði á öllum 12 leikmönnum sínum en tíu þeirra skoruðu í dag. Sýnir það breidd liðsins að spila á öllum leikmönnum sínum en samt vera að bæta sig sem lið.

Stig:
Valur Valsson 20 stig
Oddur Birnir Pétursson 12 stig
Snorri Hrafnkelsson 10 stig
Arnar Björnsson 7 stig
Kristófer Acox 4 stig
Þorsteinn Ragnarsson 3 stig
Andri Daníelsson 2 stig
Ágúst Orrason 2 stig
Andri Skúlason 2 stig
Maciej Baginski 2 stig
Emil Einarsson og Matthías Sigurðsson komu inná en náðu ekki að skora.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bikarmeistarar Fram 1982. Aftari röð frá vinstri: Bjarni P. Magnússon formaður körfuknattleiksdeildar, Hörður Arnarson, Guðmundur Ómar Þráinsson, Þórir Einarsson, Símon Ólafsson, Björn Magnússon, Þorvaldur Geirsson og Kolbeinn Kristinsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Þorkell Andrésson, Viðar Þorkelsson, Val Bracy, Lárus Thorlacius og Guðsteinn Ingimarsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið