© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.5.2009 | 8:51 | Stefán | Yngri landslið
Strákarnir enduðu í þriðja sæti
Strákarnir í U-16 kláruðu mótið hjá sér með stæl þegar þeir lögðu Finna að velli í leik um þriðja sætið en Finnarnir unnu viðureign liðanna fyrr í vikunni.

Byrjunarlið Íslands: Oddur Birnir Pétursson, Arnar Björnsson, Snorri Hrafnkelsson, Kristófer Acox og Valur Valsson.

Strákarnir voru vel stemmdir í leiknum sem fór fram í íþróttahúsinu í Vasalund en þeir komust í 11-2. Reyndar var fyrsta karfan finnsk en eftir það voru öll stig íslensk. Þeir héldu áfram að keyra á körfu Finnana sem þó aðeins að minnka muninn áður en leikhlutinn var úti og staðan 16-9.

Í öðrum leikhluta dróst saman með liðunum en Ísland ávallt með forskotið. Finnland komst yfir 23-24 en aðeins í skamma stund þar sem Ísland skoraði síðustu fjögur stigin en þar voru að verki Arnar Björnsson og Snorri Hrafnkelsson og tryggðu þeir Íslandi þriggja-stiga forskot í hálfleik 27-24.

Í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en Ísland þó ávallt feti framar. Finnland jafnaði 29-29 og komust yfir 31-32 en þá komu sex stig í röð frá Íslandi og þeir leiddu 37-31. Liðin skiptust á körfum út leikhlutann og var staðan 45-44 fyrir Íslandi eftr þrjá leikhluta.

Í lokaleikhlutanum komust Finnar í 47-49 en strákarnir náðu að kreista fram forskotið á ný og unnu í hörkuleik 64-58.

Sigur Íslands var mjög góður en með honum tryggðu strákarnir sér þriðja sætið. Þeir unnu sterkt finnskt lið sem vann Ísland fyrr í vikunni. Einar Árni spilaði á öllum 12 leikmönnum sínum en tíu þeirra skoruðu í dag. Sýnir það breidd liðsins að spila á öllum leikmönnum sínum en samt vera að bæta sig sem lið.

Stig:
Valur Valsson 20 stig
Oddur Birnir Pétursson 12 stig
Snorri Hrafnkelsson 10 stig
Arnar Björnsson 7 stig
Kristófer Acox 4 stig
Þorsteinn Ragnarsson 3 stig
Andri Daníelsson 2 stig
Ágúst Orrason 2 stig
Andri Skúlason 2 stig
Maciej Baginski 2 stig
Emil Einarsson og Matthías Sigurðsson komu inná en náðu ekki að skora.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Björgvin Rúnarsson kastar boltanum til að hefja leik Hauka og Njarðvíkinga þann 26. janúar 2006.  Það eru Egill Jónasson, UMFN, og Morten Szmiedowicz, Haukum, sem bítast um boltann.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið