S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
21.5.2009 | 0:15 | Stefán
Finnarnir sterkari
Sara Mjöll var með fjögur stig í leiknum í kvöld - mynd: SÞB
Finnska liðið er mjög sterkt og sýndi í kvöld af hverju það er talið líklegt til afreka á þessu móti. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur spýttu þær finnsku í lófana og keyrðu upp muninn á frekar stuttum tíma. Í stöðunni 6-5 fyrir Finnland um miðjan 1. leikhluta fóru Finnar að pressa maður á mann allan völlinn og setti það íslenska liðið út af laginu. Þær glöpruðu nokkrum boltum og þær finnsku refsuðu um leið með sniðskotum í hraðaupphlaupum og munurinn fór úr einu stigi í 14 á nokkrum mínútum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 25-11. Finnarnir héldu áfram að pressa og skoruðu þær fyrstu 13 stig annars leikhluta og munurinn kominn í 27 stig og öll von úti hjá íslensku stelpunum að þær næðu að snúa leiknum sér í vil. Finnarnir héldu áfram að keyra upp muninn og í hálfleik munaði 34 stigum 56-22. Seinni hálfleikur var aðeins formsatriði fyrir bæði lið. Finnarnir drógu vörnina sína aðeins tilbaka og minnkuðu pressuna. Við það jafnaðist leikurinn eilítið og Ísland minnkaði muninn um eitt stig og unnu því leikhlutann. Þegar lokaleikhlutinn hófst munaði 33 stigum 35-68. Byrjunin í fjórða leikhluta var ekki góð hjá Íslandi en Finnland skoraði 12 fyrstu stigin og staðan orðin 35-80. Lokatölur leiksins 39-88. Þrátt fyrir að eiga við ofurefli að etja í kvöld var gaman að sjá þær berjast og sýndu klærnar á köflum. Það er meira spunnið í þetta lið heldur en þær sýndu í kvöld og því verður spennandi að sjá þær í næstu leikjum. Stig: Björg Einarsdóttir 8 stig Dagmar Traustadóttir 7 stig Salbjörg Svavarsdóttir 7 stig Þorbjörg Friðriksdóttir 5 stig Bergdís Ragnarsdóttir 4 stig Sara Mjöll Magnúsdóttir 4 stig Lóa Dís Másdóttir 2 stig Heiðrún Kristmundsdóttir 1 stig Heiða Björg Valdimarsdóttir 1 stig Jenný Harðardóttir, Rannveig Ólafsdóttir og Heiðrún Hödd Jónsdóttir spiluðu en náðu ekki að skora. Næsti leikur liðsins er gegn Svíþjóð á morgun kl. 18:30(16:30 á Íslandi). |