© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
20.5.2009 | 23:18 | Stefán
Vinnusigur gegn Dönum
Arnþór í leiknum í kvöld gegn Dönum - mynd: SÞB
Strákarnir í U-18 unnu góðan sigur á Dönum í fyrsta leik sínum á NM í Solna. Þeir unnu með níu stigum 69-60 í leik sem var jafn frá upphafi.

Það var mikill kraftur í báðum liðum í upphafi leiks en leikmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að fara takast á. Til að byrja með var sóknarleikur liðanna frekar stirður og sóknir beggja liða voru tilviljunakenndar og lítið um opin skot.

Ægir Þór Steinarsson skoraði fyrstu körfu leiksins eftir 90 sekúndur með ágætu sniðskoti. Næstu fjögur stig komu frá Danmörku og svo setti Trausti Eiríksson setti djúpan þrist þegar skotklukkan var að renna út og íslensku strákarnir komnir á ný með forystuna. Liðin skiptust á körfum næstu mínútur en Ísland var komið yfir 12-8 þegar þrjár og hálf mínúta var liðinn. Núna kom kafli hjá Íslandi sem var hreint út sagt hörmulegur hjá Íslandi en aftur á móti mjög góður hjá Dönum en þeir settu níu stig gegn engu og breyttu stöðunni úr 12-8 í 12-17. Ísland tapaði mörgum boltum á þessum kafla sem skilaði Danmörku um leið auðveldum körfum úr hraðaupphlaupi. Arnþór Guðmundsson skaut íslenska liðið á ný inn í leikinn þegar hann stöðvaði áhlaup Danana með þriggja-stiga skoti og Ísland minnkaði muninn jafnt og þétt eftir það. Eftir fyrsta leikhluta munaði aðeins einu stigi 17-18. Danir yfir.

Í öðrum leikhluta skipti Ingi Þór þjálfari íslensku strákana yfir í svæðisvörn sem hafði strax áhrif. Ísland stal boltanum í fyrstu þremur sóknum Dana og strákarnir komust yfir 19-18 með körfu frá Arnþóri. Ísland nær þriggja-stiga forystu 23-20 en þá kom annar kafli þar sem Danir skoruðu níu stig gegn engu og þeir rauðklæddu alveg óstöðvandi. Ísland náði aðeins að klóra í bakkann en Danir leiddu 25-33 þegar skammt var til hálfleiks. Íslensku strákarnir voru ekki alveg tilbúnir að fara inn í hálfleik með aðeins 25 stig og kláruðu því síðustu tvær mínútur hálfleiksins með því að skora átta stig gegn einu og minnkuðu þeir muninn í eitt stig 33-34. Danir leiddu í hálfleik.

Það var mikið fjör í upphafi seinni hálfleiks en þá fór íslenska liðið að pressa allan völlinn með ágætum árangri. Þetta hleypti upp leiknum og um leið áttu Danir erfitt með nýta sinn besta leikmann hinn, tveggja metra Jonas Zohore(19 stig og 15 fráköst), sem fékk boltann mun minna í teignum þar sem hraðinn var orðinn meiri. Liðin skiptust á stigarispum en hvorugt lið náði að skora meira en sex til átta stig í hverri rispu og því varð munurinn aldrei of mikill. Munurinn var aðeins eitt stig þegar lokaleikhlutinn hófst 45-46.

Lokaleikhlutinn var jafn og æsispennandi og liðin skiptust á körfum. Munurinn varð mestur í leikhlutanum fjögur stig Íslandi í vil ef lokamínútan er ekki talin með. Íslenska liðið hélt áfram að pressa við hvert tækifæri sem hafði mikil áhrif á leik Dana. Þeir voru frekar þreyttir þegar leið á leikinn og þeir fóru að henda boltanum frá sér. Breiddin í íslenska liðin var einnig meiri og t.a.m. skoruðu sex íslenskir leikmenn í lokaleikhlutanum á meðan aðeins tveir leikmenn hjá Dönum komust á blað í leikhlutanum.

Haukur Pálsson kom Íslandi í 65-60 þegar um ein og hálf mínúta var eftir og var það nánast sigurkarfan en Danir fengu gott tækifæri til að minnka muninn í eitt stig í sókninni á undan. Ísland hélt fengum hlut en Danir fóru að brjóta í endann og munurinn endaði í níu stigum.

Þetta var glæsilegur sigur hjá Íslandi en Danmörk vann þegar þessi lið mættust fyrir tveimur árum.

Hjá Íslandi stóð enginn upp úr í liðinu en breidd þess skilaði sigri í kvöld og margir lögðu af mörkum á vogarskálarnar.

Stig
Ægir Þór Steinarsson 17 stig
Haukur Pálsson 16 stig
Arnþór Guðmundsson 13 stig
Tómas Tómasson 9 stig
Sigurður Þórarinsson 8 stig
Trausti Eiríksson 3 stig
Daði Berg Grétarsson 3 stig
Ragnar Nathaníelsson, Þorgrímur Björnsson og Haukur Óskarsson spiluðu en komust ekki á blað.


Næsti leikur liðsins er á morgun kl. 14:30(12:30 á Íslandi) gegn Svíþjóð.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sæmir Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi formann KKÍ, gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið