© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.3.2009 | 14:30 | FÍR
Björgvin og Sigmundur komast í 1000 leikja klúbbinn í kvöld
Þau merku tímamót verða í kvöld þegar Keflavík og KR mætast öðru sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla að alþjóðlegu dómararnir Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson eru báðir að dæma sinn 1000. leik á vegum KKÍ.





Sigmundur Már Herbertsson, fæddur 1968. Hóf að dæma snemma árs 1995, nánar tiltekið 3. janúar þegar hann dæmdi leik Keflavíkur og ÍA í unglingaflokki karla, meðdómari var Víglundur Sverrisson. Fyrsti leikur í Úrvalsdeild var 2. nóvember 1995 þegar Keflavík tók á móti Val. Leikinn dæmdi Sigmundur með Kristjáni Möller og í leikmannahóp Keflavíkur var Sigurður Ingimundarson sem þjálfar Keflavík í 1000. leik Sigmundar. Þá voru Gunnar Einarsson og Elentínus Margeirsson báðir í hóp hjá Keflavík sem vann leikinn 98-61.
Sigmundur hefur dæmt 310 leiki í Úrvalsdeild.
Hann tók alþjóðlegt dómarapróf í Amsterdam árið 2003 og hefur dæmt fjölda alþjóðlegra leikja.








Björgvin Rúnarsson
, fæddur 1971. Hóf að dæma vorið 1992, fyrsti leikurinn var í 1. deild kvenna þann 29. mars og var það leikur KR og Grindavíkur, meðdómari var Brynjar Þór Þorsteinsson. Fyrsti leikur í Úrvalsdeild var 6. febrúar 1994 í Grindavík þegar Grindavík tók á móti ÍA og sigraði 115-80. Meðdómari var hinn gamalreyndi Jón Otti Ólafsson sem hafði dæmt sinn 1000. leik rúmu ári áður.
Björgvin hefur dæmt 319 leiki í Úrvalsdeild.
Hann tók alþjóðlegt dómarapróf í Riga í Lettlandi árið 2005 og hefur dæmt fjölda alþjóðlegra leikja.

Áður hafa þrír dómarar náð 1000 leikja markinu en það eru Jón Otti Ólafsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Kristinn Óskarsson.

Á karfan.is má lesa meira um þá kappa sem og viðtöl við þá vegna þessara tímamóta.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  A-landslið karla hlýðir á íslenska þjóðsönginn við verðlaunaafhendingu mótsins.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið