S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
8.11.2008 | 8:30 | FÍR
Jerry Sloan þjálfari Utah Jazz náði stórmerkilegum áfanga sl. nótt
Tökum höndum saman og þá gengur allt miklu betur
Eftir að ferlinum sem leikmaður lauk réði Sloan sig sem njósnari fyrir Chicago Bulls og strax á öðru ári var hann orðinn aðstoðarþjálfari Bulls og 1979 tók hann við sem aðalþjálfari liðsins. Eftir að Sloan fór frá Chicago lá leið hans til Utah Jazz þar sem hann byrjaði sem njósnari rétt eins og hann gerði hjá Chicago. Á þeim tíma var hinn litríki Frank Layden þjálfari Utah Jazz. Árið 1988 tekur Jerry Sloan við sem aðalþjálfari Utah og hefur verið þar síðan. Jerry Sloan er gríðarlega virtur í NBA og víðar enda hefur hann alltaf náð að halda liði sínu ofarlega jafnvel þó þeim hafi oft verið spáð slöku gengi og þá sérstaklega eftir að tvíeykið ógurlega John Stockton og Karl Malone hætti. Einnig verður að teljast sérstakt að vera hjá sama liðunu svona lengi. Jerry Sloan náði þeim einstaka árangri að vinna sinn 1000. leik sl. nótt sem þjálfari Utah Jazz þegar liðið vann Oklahoma Thunder. Þetta verður að teljast ótrúlegur árangur og hreint lygilegur ferill. Sá eini sem kemur upp í hugann sem hefur verið farsæll á svona löngum ferli hjá sama liði er Sir Alex Ferguson hjá Manchester United í enska fótboltanum. Eflaust eru einhverjir fleiri en við látum nægja að nefna þessa tvo höfðingja. Það er kannski spurning hvort Sigurður Ingimundarson nái að vera jafnlengi hjá sama liði og þessir heiðursmenn. Fróðleik um Jerry Sloan má finna hér |