S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
19.9.2008 | 9:14 | Kristinn | Landslið
Jakob hefur fundið sig vel á móti Austurríki
Jakob Örn Mynd: SÖA
Fjórir leikmenn íslenska liðsins sem mætir Austurríki á laugardaginn hefur skorað yfir tíu stig að meðaltali í leik á móti Austurríkismönnum. Jón Arnór Stefánsson er ekki einn af þeim því hann mun spila sinn fyrsta landsleik á móti Austurríki um helgina. Jakob átti meðal annars stórleik á móti Austurríki í Laugardalshöllinni í fyrra þegar hann skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og gaf 10 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Jakob hitti úr 7 af 12 skotum sínum í leiknum þar af 5 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Á listanum yfir tíu stigahæstu landsleiki Jakobs á ferlinum eru þrír leikir á móti Austurríki því hann skoraði einnig 13 stig í tveimur vináttuleikjum með aðeins þriggja daga millibili sumarið 2004. Ísland vann seinni leikinn. Hæsta meðalskor gegn Austurríki af núverandi landsliðsmönnum: Jakob Örn Sigurðarson 13,8 stig í leik (4 leikir, 55 stig) Logi Gunnarsson 12,0 stig í leik (2 leikir, 24 stig) Magnús Þór Gunnarsson 11,5 stig í leik (4 leikir, 46 stig) Páll Axel Vilbergsson 10,3 stig í leik (4 leikir, 41 stig) Sigurður Þorvaldsson 8,0 stig í leik (2 leikir, 16 stig) Helgi Már Magnússon 6,5 stig í leik (2 leikir, 13 stig) |