© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.9.2008 | 10:20 | OOJ | Landslið
Ísland hefur aldrei náð að vinna þjóð frá gömlu Júgóslavíu
Svartfellingar eru með feikisterkt lið. Mynd: SÖA
Íslenska karlalandsliðið ræst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar liðið tekur á móti gríðarlega sterku og hávöxnu liði Svartfellinga í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslensku landsliðsmennirnir geta endurskrifað íslenska körfuboltasögu með sigri í leiknum því A-landslið karla hefur aldrei náð að vinna þjóð frá gömlu Júgóslavíu. Leikurinn í kvöld sem hefst klukkan 19.15, verður 10. leikur Íslands við Júgóslavíu eða aðrar þjóðir sem mynduðu gömlu Júgóslavíu.

Leikurinn í kvöld verður fimmti heimaleikur Íslands við þjóðir frá gömlu Júgóslavíu og sá fyrsti er enn í fersku minni þegar Króatar rétt sluppu með 8 stiga sigur 3. desember 1997.

Helgi Jónas Guðfinnsson átti stórleik þetta kvöld en hann skoraði alls 21 stig og tók 8 fráköst auk þess að stela 3 boltum, hitta úr 6 af 10 skotum sínum utan af velli og öllum sjö vítum sínum. Friðrik Stefánsson er eini leikmaður landsliðsins í dag sem var með í þessum leik en hann var með með 8 stig og 5 fráköst á 19 mínútum.

Friðrik Stefánsson hefur mikla reynslu af því að glíma við þessar þjóðir gömlu Júgóslavíu því hann mun leika sinn níunda landsleik gegn þeim í kvöld. Friðrik hefur leikið alla landsleiki Íslands gegn þjóðum frá þessum hluta Evrópu fyrir utan þá tvo fyrstu, gegn Júgóslavíu 1976 og gegn Króatíu 1992. Friðrik átti einn sinn besta landsleik á ferlinum gegn Makedóníu í Laugardalshöllinni 24. janúar 2001 en hann var þá með 19 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 varin skot.

Ísland á reyndar að baki einn sigur sem var ekki talinn með í fyrrnefndum tíu landsleikjum því Ísland átti einu sinni að keppa við Makedóníu í forriðli Evrópukeppninnar sem fram fór í Austurríki í júní 1993. Íslandi var þá dæmdur 20-0 sigur þar sem Makedónía mætti ekki til leiks.


Landsleikir Íslands við Júgóslavíu eða þjóðir gömlu Júgóslavíu:

· 27. júní 1976 Ísland-Júgóslavía 53-113 (Forkeppni ÓL)

· 24. júní 1992 Ísland-Króatía 51-124 (Forkeppni ÓL)

· 3. desember 1997 Ísland-Króatía 74-82 (EM milliriðill)

· 25. febrúar 1998 Bosnía-Ísland 109-84 (EM milliriðill)

· 2. desember 1998 Króatía-Ísland 111-77 (EM milliriðill)

· 24. febrúar 1999 Ísland-Bosnía 54-83 (EM milliriðill)

· 1. desember 1999 Slóvenía-Ísland 93-60 (EM milliriðill)

· 23. febrúar 2000 Makedónía-Ísland 94-65 (EM milliriðill)

· 29. nóvember 2000 Ísland-Slóvenía 80-90 (EM milliriðill)

· 24. janúar 2001 Ísland-Makedónía 83-102 (EM milliriðill)

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kjartan Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, bíður þess að fá fréttir úr viðureign Þórs og Snæfells á lokadegi Iceland Express-deildar karla 2008 en leiknum seinkaði um nokkrar mínútur. Með sigri Snæfells hefðu Stjörnumenn farið í úrslitakeppnina í stað Þórs. Þórsarar unnu Snæfellinga og mættu Keflvíkingum í úrslitakeppninni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið